Veit einhver hvernig ég get breytt útlitinu á síðunni minni, án þess að linkarnir tapist??? ...ekki nóg með að ég sé að koma upp um lélega tölvukunnáttu mína, heldur líka útlitsdýrkunar snobb sem ég hef haldið í lágmarki hingað til (kallast víst líka "að lækka standardana", eða "að minnka kröfurnar"). Ég fæ alveg hroll þegar ég skoða bloggsíðuna mína, hún minnir mig óþyrmilega á sunnudagsmorgna, svona ælugul... svipuð á litinn og samviska mín sem fer dökknandi :(
Ég veit hvað sum ykkar eru að hugsa, ætti Matta ekki frekar að vera að pakka niður, þrífa, selja bílinn sinn eða lesa eitthvað af þessu skólapappírum sem hún hefur fengið senda í massavís undanfarna mánuði, hvað er hún að spá í útlit á skitinni bloggsíðu þegar allt bendir til þess að hún verði með allt niðrum sig (í þeim skilningi sem þið leggið í þetta orðtak) þennan tíma sem eftir er á landinu! En svona er hún víst, hún Matta sem lifir svo óóótrúlega hættulega ;)
Hjálp
2 comments:
Hehe... útlitið minnir mig bara á síðuna hennar Unu ;)
Neibb, ekki lengur. Er búin að fatta hvernig á að breyta þessu öllu saman. Á ég að hjálpa þér við að breyta þinni?
Post a Comment