Já styttist í manndómsraun Mattheu, senn líður að því að ég stökkvi út úr þægindahringnum. Ég, sem þurfti á hjálp símaskráarinnar að halda þegar ég var að skíra dúkkurnar mínar þar sem ég hef alltaf átt erfitt með ákvarðanir, er að fara ein til Danmerkur eftir 5 daga..úfffff.
Helgin var æðisleg, fékk fullt af frábærum vinum til mín í bjór og bollu, horfði á flugeldasýninguna frá svölunum mínum, sagði "Vááá" oftar en ég hef sagt allt síðasta ár, fór í drykkjuleiki og fékk blóm..!
Óvænt pikknikkferð í Grasagarðinn, hlátur og tvíburahugur (er eðlilegt að tvíburar hugsi samtímis um Reyni Pétur í tengslum við drykkjuleik?).
Skrítið
Takk fyrir símtalið í gær, elsku Eva Dögg, það var æðislegt að heyra í þér.
Takk allir fyrir laugardagskvöldið.
Matta
2 comments:
Velkominn í sjálfstæða netheima ástin, nú verður þú að vera dugleg að blogga úr veldi Bauna!
Og takk sömuleiðis fyrir laugardaginn, frábært kvöld alveg hreint! :)
Svo vil bara segja þér það fyrirfram að ég og Ásdís erum búin að ráða okkur lögfræðinga og ætlum að heimta meðlag frá eiginkonum okkar í Danaveldi! ;-)
Til lukku með bloggið og góða ferð út elsku Matta :) Una, er ég ekki að skrifa í athugasemdakerfi... eða er ég kannski bara rugluð??? ;)
Post a Comment