í dag fjölgaði í prinsessuhópi þessa lands þegar Hildur og Gummi komu einni slíkri í heiminn á meðan meginþorri landsmanna sat við skjáinn og fylgdist með þeim fréttum sem Hésinn okkar reynir daglega að troða inn í hausinn á okkur (vá löng setning).
Til hamingju með dúlluna ezkurnar, get ekki beðið eftir að sjá hana.
Í framhaldi af sauma/leikfatakassa blogginu mínu um daginn get ég upplýst það að nú hýsir leikfatakassi mömmu minnar líka alla árshátíðarkjólana sem ég var í á menntaskólaárunum...hvað var ég eiginlega að hugsa á þeim tíma...hélt ég virkilega að ég væri fín!!!
(þetta var ekki spurning og krefst því ekki svars, er pínku hrædd um að einhverjum takist að opna augu mín fyrir hallærisleika fortíðarinnar).
5 comments:
Ég man ekki eftir neinum hallærislegum árshátíðarkjólum hjá þér! Hvað varst þú annars að gera meðan Hildur fæddi barn og megin þorri landsmanna horfði á fréttir? Ef þú varst að horfa á fréttirnar þá þekki ég þig ekki lengur
Hvaða Hildur og hvaða Gummi?
Takk Þórhildur mín fyrir minnisleysið í sb við hallærisleika fortíðarinnar... og nei, ég var sennilega ekki að horfa á fréttirnar, kannski bara að dansa um og njóta rigningarinnar á Íslandi!
Sigu(r)jón; þetta eru Hildur Kristín okkar ML-inga og Gummi kærastinn hennar.
Matta
Hæ sæta!
Takk fyrir seinast... fulla stelpa ;)
Vonandi skemmtiru þér vel þarna um daginn!
Hej hej!
Bjöggi
Takk sömuleiðis elsku Bjöggi minn...alltaf gaman að hitta þig.
knús
Matta
Post a Comment