Monday, July 04, 2005

Litli prinsinn...

...þeirra Bryndísar og Sævars fæddist í dag! Til hamingju elskurnar, ég hlakka mikið til að knús´ann og kyssa...og ykkur líka.

Ég fór í afmæli til Kötlu Þallar bróðurdóttur minnar í gær. Hún varð fjögurra ára og hafði planað afmælið sitt í heilt ár. Það var gaman að horfa á litla krakka hlaupa út um allt og klína sig út í kökum, það var gaman að sjá Þrásann minn í pabbahlutverkinu, reynandi að hafa stjórn á skaranum og það var enn skemmtilegra að heyra Þráinn spyrja einn lítinn 4 ára hvort hann hefði skrifað á afmæliskortið sjálfur..og sjá svo svipinn á honum þegar stráksi sagði að mamma sín hefði gert það!

Ragnhildur systir mín bjó í Bólivíu fyrir 15 árum. Hluta af því ári sem hún dvaldi úti, bjó hún hjá bandarískri nunnu sem hafði snúið við blaðinu eftir 40 ár í nunnuklaustri og gifst á gamalsaldri. Nú er þessi aldargamla nunna komin frá Bólivíu til að heimsækja Ragnhildi og fjölskyldu. Ég keyrði með sysss út á flugvöll til að sækja þessa stórmerkilegu konu á laugardagsnóttina og komst að því að manneskja sem hefur dvalið í klaustri í 40 ár og þar af leiðandi þagað nær allan þann tíma, hefur þörf fyrir að tala...og það gerði hún svo sannarlega! Eigum við lesendur góðir, þeir sem þekkja mig eitthvað, ekki bara að segja að þarna hafi skrattinn (nunnan) hitt ömmu sína (mig)...

Ég er búin að bæta við einum link á snillinginn hana Guðnýju Jónu mína sem er að læra læknisfræði í Århus. Ég hef ætlað að linka á hana lengi, les hana reglulega og hef virkilega gaman að. Hvet ykkur til að kíkja hér til hliðar og kynnast þessum gullmola.

Þeir sem hafa gaman að stafavíxli geta samglaðst með Hésanum mínum sem finnst ekkert fyndnara en að víxla stöfum og hápunktur Parísarferðar okkar í vor var þegar hann fattaði að segja Bigursoginn í staðin fyrir Sigurboginn...nú hefur þessi frábæri húmoristi glaðst undarfarna daga eftir að hann fattaði orðið Sundahöfn!!!

2 comments:

Anonymous said...

Já, það er gaman að þessu stafavíxli. Mig vantar alltaf einhvern til að baka teygjur og hella skurðum. Víðir var ágætur í því...

Annars er gaman að frétta af þér og þínum. Ég hitti Æsu vikulega og hitti meira að segja Þráinn um daginn í Víkurskála. Hann var bara hress og kátur. Verzt að við máttum eiginlega ekkert vera að því að kjafta...

Kveðja, Sjonni lasni :(

Anonymous said...

Hehe...okkur Dadda finnst allt svona svo fyndið! Enda segjum við ávallt "lömuseiðis"...hahaha erum við ekki fyndin?!!

kv.Tinna (sem saknar Möttu sinnar)