Wednesday, September 28, 2005

í mínu tilfelli...

...lítur allt út fyrir að minnið hafi verið í skjaldkirtlinum sem, eins og fram hefur komið er farinn!
Ég man ekkert stundinni lengur. Það er hætt að virka að skrifa á miða, því ég gleymi þá bara miðanum, setja úrið á hinn úlnliðinn því úrið mitt er stopp og ég hætt að ganga með það, láta símann minna mig á hluti því síminn er álíka dauður og heilinn í mér þessa dagana...úff það þarf sterk bein til að vera ég.

Mig langar að koma með langa og væmna ræðu um það hversu heppin ég er að eiga Arndísi og Hlédísi að, sem stökkva til og rétta frænku sína af um leið og fer að halla undan fæti, en læta nægja að segja bara Lovjú!

9 comments:

Anonymous said...

Virkar ekki einu sinni að setja saltstaukinn ofan á piparstaukinn? Bið að heilsa afa þínum by the way...

Anonymous said...

Jiii ég var búin að gleyma þessu ráði afa míns...hvar væri ég án þín Þórhildur mín!
Matta

Miss Marsibil said...

Hah Matta! M og M ;) Þú ert alltaf jafn stútfull af gullkornum, kíki oft hér við, alveg reglulega... Tær snilld, gaman að fá að fylgjast með þér.
Lúv Iða

Anonymous said...

luuuf jú tú!!!!!

-hlé

Anonymous said...

Sömuleiðis gull. Það er gott að eiga þig að :0). Arndís.

Anonymous said...

Matta, hættu þessu væli og farðu að gera eitthvað. Ég fann þessa mynd á netinu. datt í huga að hún myndi hressa þig við

http://www.logreglukonur.is/album/displayimage.php?album=lastup&cat=0&pos=42

Bragi

Anonymous said...

Þessi linkur er kannski þægilegri viðureignar. peistaðu hann bara í vafrann þinn og voila!!! ég lofa þér að Vilborg kemur við sögu.

http://tinyurl.com/brcdf

BRagi

Anonymous said...

ok vilborg......sjitt ég hélt ég hélt mindi míga á mig af þessari mynd.... ekki það ég hef alveg verið í svona búning... tek mig ekki betur út.... en alltaf sætt að sjá aðra úr samhengi ;)

-hlé...próf í pungum!

Anonymous said...

Hahahahaa...frábærar myndir!
Takk Braginn minn fyrir að lýsa upp skammdegið og takk Vilborg fyrir að vera á þessum myndum!!
Matta