Tuesday, January 31, 2006

Hér er bara ekki neitt...

voru orð læknis sem skoðaði mig í gær. Ef hann hefði verið að skoða svæði aðeins ofar en raunin var, hefði þetta verið einstaklega dónaleg athugasemd. En þar sem hann rúllaði ómtækinu fram og aftur um hálsinn á mér, voru þetta bara góðar fréttir. Að vísu átti ég í vandræðum með að skilja hann í fyrstu því hann blandaði saman íslensku og dönsku í eina orðasúpu (og eins og flestir sem mig þekkja vita, gerði ég flest annað en læra dönsku þetta ár mitt úti). Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri nú ekkert skrítið að ekkert væri þarna því kirtillinn hefði allur verið fjarlægður í ágúst... eftir japl jamm og fuður urðum við sammála um að skilja ekkert sérstaklega vel hvort annað en ég komst þó að því að með þessum orðum ætti hann við að engar krabbameinsfrumur væru sjáanlegar í eitlunum eða annarsstaðar og það væru góðar fréttir. Nú get ég haldið áfram að drepa mig á gjálífi og ólifnaði ;)
Enda fór ég beint og fékk mér ís!

Reunion helgarinnar var mjög skemmtilegt. Með blóðflæðið á fullri ferð eftir spennandi handboltaleik (og nokkra bjóra) renndum við ömmurnar á Ara þar sem einhverjir úr klíkunni höfðu hreiðrað um sig, nokkur borgfirðingafífl, fjármálaráðherra ofl. og fjörið hélt áfram...og áfram.

Tveir linkar á línuna:
Jónas minn sem einusinni var litli frændi, en er nú bara frændi (enda löngu orðinn stærri en ég). Hann neitar að læra af Möttu frænku sinni sem telur ekki við hæfi ættarinnar að stunda nám í Danaveldi eftir að hafa ræktað þar barnið í sér (og reyndar æxli í leiðinni). Hann er nú lærlingur í Köben, hefur gaman að jarðfræði, fótbolta og naglalakki (bleiku); á það til að semja hálfar sögur, senda þær á frænkur sínar (mig) sem orðnar eru spenntar, en klára aldrei seinni hlutann!

Íris mín sem er ennþá litla frænka og sýnir ekki mikla tilburði að stækka mikið meir. Hún er einn stærsti dvergur íslands...nei nei, hún er lyfjafræðingur, sérfræðingur í samlokusamfaradansi, á diskókúlu og lykil af íbúðinni minni sem hún notar aldrei ;) Einnig lumar hún á einni Viagra fyrir mögru árin.

Jónas og Íris, velkomin á kantinn!

2 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir að taka mig inn í hópinn, þú veist alltaf erfitt fyrir nýja að komast inn!! vil nú samt meina að ég sé stór sál í litlum líkama...


knús, Íris.

Dilja said...

fannstþérpínugottþegarhannsnertiþig?