Thursday, January 19, 2006

Síðasti söludagur

á mjólk er áætlaður nokkra daga fram í tímann..kannski svona viku, nema á fjörmjólk sem endist víst aðeins skemur en léttmjólkin.
Þetta er mikilvægt að vita, því það eitt er víst að gamalt verður úrelt og þá má henda því fyrir nýtt.
Menn falla ekki á síðasta söludag af sömu ástæðu og það er dónalegt að benda á gamalt fólk, hvað þá fólk með hækju eða göngugrind. Síðasti söludagur þeirra rann út fyrir löngu og allir vita það en enginn sýnir það samt (nema kannski hjúkrunarheimilin).
Ég stend og fell með þeirri skoðun minni að maður er ekki degi eldri en manni finnst maður vera og á þeim forsendum leyfi ég mér oft að vera jafn barnaleg í hegðun og mig langar þá stundina.
Eftir þá stund vikunnar, þegar ég fylli á lyfjaboxið mitt, þarf ég oftast að finna mér e-h barnalegt að gera eða heyra í e-h sem er til í að fíflast, því mér finnst þetta mjög mikil gamalmennastund. Eins reyndi ég að hlægja að því þegar mér, 28 ára gömlu fullorðinsbarni, var synjað um líf- og sjúkdómatryggingu, sökum krabbameins og örorku eftir bílslys. En nú er nóg komið. Í dag fékk ég minn óþægilega grun staðfestan að hér eftir má ég aldrei gefa blóð aftur!
Ég vissi að þeir sem fá krabbamein þurfa a.m.k. að bíða í ár til að mega gefa aftur, en ég má aldrei aftur. 17 sinnum náði ég að gefa blóð áður en minn síðasti söludagur rann upp. Blóðgjafirnar mínar náðu ekki einusinni að verða lögráða.
Ef einhver sem þetta les, er að velta því fyrir sér að tappa sínu gæðablóði í poka, vil ég hvetja þann sama til að láta vaða.
Áður en það verður of seint.

9 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ elsku Matta frænka. Þann 29. desember síðastliðinn rann einmitt mín fyrsta blóðgjöf í poka. ákvað að það væri sniðugt að tappa svolítið af og fá nýtt og ferskt blóð í kroppinn fyrir árið 2006.

kiss kiss íris.

Anonymous said...

Óréttlæti heimsins birtist í þessari færslu. Viltu að ég komi og buffi tryggingasölumanninn? Ég get gert það eftir að ég er búin að gera upp við póstþjónustuna hér í Á sem tók 7 vikur að koma jólapökkunum til skila til fjölskyldunnar minnar, 3 vikum eftir jól.

Anonymous said...

Við eigum það þá sameiginlegt að hafa verið hafnað af blóðbankanum. Strákarnir í vinnunni gera grín að mér á hverjum degi út af þessu.
BFG

Gulli said...

Matta, hvort þykir þér verra að fá ekki að gefa blóð eða fá ekki að vera líf- og sjúkdómatryggð?

Anonymous said...

mannstu þegar mamma ætlaði að gefa blóð síðast.... búin að filla út blaðið - já já alveg stálslegin- og var að leggjast á bekkinn... "já alveg rétt... fékk reyndar smá krabbamein þarna fyrir stuttu".... minnir að mamma hafi notað orðið gapandi hissa um blóðaftöppunarkonuna.... hún missti algjörlega andlitið.. hélt ábyggilega að mamma væri einvhað klikkuð... maður gleymir ekki að maður fái krabba.... en jú!!
ef þið frænkur (þú og mamma) eruð í gjafaþörf.... látið þið mig bara vita... ég lofaði að gefa blóð þegar binnsi bró var lasin og síðan eru margir lítar runnir í plastpoka... fínt að fá nýja og hvetjandi ástæðu til að halda áfram að fara :)
-hlé

Anonymous said...

Alveg merkilegur andskoti það að þið skuluð alltaf skella á ML-hitting þegar ég pottþétt kemst ekki. Hefði komist allar helgar nema þá næstu!!! Ég gæti mest trúað að þið skólafélagar mínir úr ML fari hreinlega að gleyma því að ég sé til og hafi nokkurn tímann verið þarna með ykkur(enda afskaplega hlédræg og róleg manneskja. Sendi því bara saknaðarkveðju til allra sem mæta og vona að ég komist á næsta hitting. Kveðja Dröfn

Anonymous said...

Ég er alltaf á leiðinni að gefa blóð. Nenni bara ekki niður á Barónsstíg.

Get ég ekki bara sent 1/2 lítra í tölvupósti?

Svala said...

djöfullinn er að þessu tryggingapakki....vona að þeir hafi þurft að borga þér háar bætur eftir bílslysið!!

merly said...

Mig langar að deila dásamlegu vitnisburði mínum um hvernig ég kom aftur til eiginmannar míns í lífi mínu, ég vil segja fólki að það sé raunverulegt stafrænt á netinu á netinu og er öflugt og einlægt. Hann heitir DR PEACE, hann hjálpaði mér nýlega að hafa sambandið mitt sameinað með eiginmanni mínum sem varpaði mér. Þegar ég snerti DR PEACE kastaði hann ástfangelsi fyrir mig og eiginmanninn minn sem sagði að hann hefði ekkert að gera með mér, kallaði mig og bað mig. Fyrir alla sem lesa þessa grein og þarfnast hjálpar, getur DR PEACE einnig boðið upp á alls konar hjálp, svo sem að sameina hjónaband og samband, lækna alls konar sjúkdóma, málaferli, meðgöngu frásögn, við erum nú mjög ánægð með okkur sjálf. DR PEACE gerir honum grein fyrir hversu mikið við elskum og þarfnast hvert annað. Þessi maður er alvöru og góður. Hann getur einnig hjálpað þér að endurheimta brotið samband þitt. Ég hafði eiginmanninn minn aftur! Það var eins og kraftaverk! Engin hjónaband ráðgjöf og við erum að gera mjög vel í kærleika líf okkar. Hafðu samband við þennan mikla mann ef þú átt í vandræðum með sjálfbæran lausn
með tölvupósti: doctorpeacetemple@gmail.com
WhatsApp: +2348059073851
Viber: +2348059073851