Einhverntímann stóð ég í þeirri trú að fólk sem fengi sér blund svona við og við, væri ólíklegra til að fá bauga, hrukkur og væri alltaf í góðu skapi því það væri svo úthvílt (allavega fórum við Arndís, meðvitað eða ómeðvitað, eftir þessari speki öll menntaskólaárin!
Nú er hins vegar svo komið að blundirnir hjá með veita mér allt annað en fegurð eða ferskleika. Ég er bókstaflega alltaf þreytt og sofna hvar og hvenær sem er þessa dagana. Hef minnt sjálfa mig á konuna í fyrstu Duice Bigalow-myndinni sem þurfti að binda hárið við stólinn svo andlitið dytti ekki ofan í súpuskálina þegar hún sofnaði í tíma og ótíma.
Eftir ræktina og göngutúr um helgina var planið að skella sér aðeins austur til mömmu og pabba, en fá sér smááá lúr áður en lagt væri í heiðina..5 klst seinna, í framan eins og rúsína og með orku á við tannstöngul, vaknaði ég og ekkert varð af ferðalagi. Ég veit að nú hugsa margir að þetta komi þeim ekki svo mikið á óvart fyrst þetta sé nú einusinni ég, og ég viðurkenni alveg að ég hef mikla reynslu í eftirmiðdagslúrum..en nú er mér brugðið, svo þið getið rétt ímyndað ykkur!
Ég þakka þeim sem hugsuðu til mín um helgina og reyndu að hringja, ég svaf nánast alla helgina og hefði hvort sem er ekki verið skemmtilegur félagsskapur, en takk fyrir að hugsa til mín.
Nú eru 2 vikur búnar ég er hálfnuð í ferlinu. Ég er ekki komin með bjúg ennþá eða önnur líkamleg einkenni en köttinn á bringunni, svo þetta er vel sloppið hingað til. Ef bjúgurinn lætur sjá sig, er ég svo heppin að baugarnir undir augunum eru að verða það síðir að ég breiði þá bara yfir mesta bjúginn og málið er dautt!
5 comments:
æji snúllinn minn, gangi þér rosalega vel með þetta allt saman, hugsa til þín.......
gangi þér vel sæta! getur spurt lækninn en ég held að það sé eðlilegt að vera þreytt þegar maður er búinn að myrða skjaldkirtilinn,veit samt ekki hvernig programmi þú ert í....tékkaðu hvað þeir segja um þetta, er ansi hvimleitt, ikke ogsaa?
mér finnst þú alltaf falleg, fegurðarblundur eða ekki...
Ég saaaaaakna thin svo mikid og thykir vænt svooo vænt um thig.
Thetta fer allt á besta veg.. veit thad....''
Hlakka til ad hitta thig, hvort sem thad verdur í DK eda Islandi
Knús og kiss
Matthildur
Langaði bara að segja þér að þú ert æði
... Gangi þér vel með þetta allt og láttu þér ekki leiðast ;)
Hugsa til þín ;)
Post a Comment