Friday, March 31, 2006

Eeeegggg

Ætli séu raunhæfar skýringar á því, að mér finnst alltaf öll egg "renna út" í nóvember?! Alltaf þegar ég sé egg í ísskápnum og man ekki hvenær ég keypti þau, skýst upp í hugann á mér að þau hljóta að vera "best fyrir" nóvember..!
Hef ákveðið að taka upp ákveðið kerfi, þ.e.a.s merkja eitt eggið með tússi og elda það síðast.

-Hér þarf væntanlega ekki að taka fram að ég tek öll eggin úr bakkanum þegar ég kaupi þau, raða þeim í ísskápinn og hendi bakkanum.

5 comments:

Anonymous said...

obbosí....

skil þetta með lyfin núna ;)

sakn sakn
-hlé

Anonymous said...

eftir að hafa unnið í veitingabransanum þá Fifo ég allt, það er first in first out. Ef ég kaupi niðursoðna tómata þá fara þeir fyrir aftan þá sem þegar eru í skápnum. Þetta með eggin, ég ríf best fyrir stimpilinn af bakkanum og set með. ÉG veit, ég er orðin sorglega mikil húsmóðir...

Anonymous said...

Sæl Skvísa!!
Var á netflakki og ákváð að skella kveðju á þig. Það gengur ekki hvað það er langt síðan ég hef séð þig:(. Vonandi bætist fljótlega úr því
Kv. Maríanna

Anonymous said...

útrennslu merkingin á eggjunum mínum er ekki einungis með dagsetningu heldur einnig virðast þau alltaf renna út kl. 12:45 á tilteknum degi.
Kveðja frá Jónasi og Lísu í páskabjórnum

Anonymous said...

ég merki einmitt eitt egg með blýanti reyndar... fín aðferð :o) Gott ráð frá ítölsku tengdó!

Heiða húsmóðir...