Friday, September 15, 2006

Guðsonur!


Þetta er guðsonur minn, Arinze Tómas Nzeakor og mamma hans hún Þórhildur. Það var ansi stolt guðmóðir (ég) sem stóð við altarið í Bessastaðakirkju sl. sunnudag og lofaði að gera mitt besta til að aðstoða við kristilegt uppeldi gullmolans. Ég er ó svo stolt, svooo stolt og upp með mér yfir þessu hlutverki og er það ætlun mín að vera yfir og allt um kring..., þrátt fyrir að heimsálfur skilji okkur að!

Okezie, ég, Arinze og Helga

8 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með titilinn Matta mín! Ekki amalegt að taka svona hlutverk að sér. Ég bið að heilsa stelpunum eða á ég að segja ömmunum ef þið hittist. Kveðja frá Miami Dröfn

Anonymous said...

váááá æðislegt.. hann er heppnasti strákurinn á íslandi/ástralíu/ bretlandi... umm er meira??

en hann er líka sá allra sætasti og þið guðmæðginin eru æðisleg!!

förum við þá ekki út til að kýkja á litlu fjölskylduna næsta haust.. og þá kanski á toby í leiðinni ;)

knúss -hlé

Anonymous said...

Til lukku með nafnbótina. Þetta er náttúrulega bara fallegt barn. Þau komu í heimsókn um daginn og ég er enn að hugsa um þessi augu.
Gangi þér vel með hlutverkið.

irusvirus said...

Vá, hvað hann er heppinn. Mér finnst pabbinn geðveikt sætur og mikið krútt. Stoltið skín úr andliti hans :)

Ragnar said...

Til hamingju með ská móður hlutverkið, held að guttin geti ekki eignast skemmtilegri Guð móður, varðani kristilegt áhrif hef ég mínar efasemdir ;)

Thorhildur said...

Sakna þín strax!

Kolla said...

Til hamingju með nýtt hlutverk og gangi þér vel með það (varla annað hægt með svona fallegt barn.)
Bestu kveðjur úr Hveró.

irusvirus said...

Hæ elsku Matta.
Bloggaðu meira, mig skortir bros á vör!
Takk fyrir sæta kveðju. Sumum finnst að maður eigi líka að leifa fullorðinni manneskju að vaxa innra með sér. Það er bull!
Bull og vitleysa!
XXX
Irish kiss