Monday, October 16, 2006

Jamm og já...

Einu sinni átti Héðinn vini sem blogguðu, og einu sinni átti hann vini sem gerðu út á það að vera fullorðin börn! Ég týndi bloggandanum með kólnandi veðri. Finn hann ekki aftur og af sömu ástæðu og að betra sé autt rúm en illa skipað, er betri auð síða en illa orðuð, ekki satt??!
Þrátt fyrir bloggleysi undanfarið, hefur gengið á ýmsu í mínu lífi sem og annarra á þessum mánuði.
-Fyrst og fremst eignuðust Þráinn minn og Æsan mín gullfallega og fullkomna dóttur 5.október. Sökum endalausra tækniörðugleika get ég ekki sett mynd af prinsessunni á bloggið núna, en ég bæti úr því síðar
-Þórhildur mín yfirgaf Ísland og hélt út í heim á ný. Ég sakna hennar.
-Ömmurnar hittust og byrjuðu kvöldið nokkuð siðfágaðar...



-...en það hélst ekki lengi





-Ragnhildur stóra syssin mín varð árinu eldri
-Vilborg eignaðist prinsinn Magnús Dag og ku hann vera hinn mesti sjarmur
-Ég fór að taka olíu á einni bensínstöð borgarinnar. Þar lét gamall karl olíu á bílinn minn með ánægju, en okkur brá sennilega báðum jafn mikið þegar kerlan sem virtist í fyrstu vera rétt og slétt kassadama, reyndist vera verslunarstjóri dauðans sem fullyrti að sá gamli hefði yfirfyllt bílinn minn af olíu, lét hann tékka aftur á mælingunni og fór svo sjálf yfir þetta allt saman. Það hlakkaði í mér þegar í ljós kom að karlgreyið hafði hárrétt fyrir sér. Kellunni var ekki eins skemmt.
-Nú á ég son í Afríku



-Sigga landbúnaðarráðuneytisgella er guðmóðir hans og sér um að myndir af honum séu í veskinu mínu. Einnig hefur hún uppi áform um að sjá um trúarlegt uppeldi hans með aðstoð bréfdúfna og reykmerkja
-Í kennslustund í dag, þegar ég var að kenna nemendum mínum muninn á sjálfráðum og ósjálfráðum taugaboðum, vildi ég koma þeim í skilning um að það að "veifa" væri sjálfráð taugaboð. (Ég sagði) Dæmi: Ef þið eruð að labba eftir gangstétt og ég kem gangandi hinu megin við götuna, hvað gerið þið þá (handviss að allir myndu svara í kór "VEIFA")..þegar gellur í einum "HLAUPA Í BURTU"...ég sá þetta ekki alveg koma :-/
-Dillzið mitt er komið til landsins og ég hlakka svoo til að sjá hana
-Syssin mín er í framboði með tilheyrandi ferðalögum og því hef ég tekið að mér að sjá um börn og bú í staðarsveitinni þegar ég kem því við.. þá baka ég og sýni á mér hliðar sem fólk (þar með talið ég) vissi ekki að ég ætti til!
-Ásdísin mín er farin til London en ég mun hitta hana eftir 17 daga og get ég vart beðið...London here i come!!!
-Hlédís og Sigrún djásnin mín urðu 8 hvolpa mæður í síðustu viku og þar eru á ferð flottustu og krúttlegustu dýr á jarðríki




-Ég er orðin 270 cm á hæð ef meðtaldar eru málningaflyksurnar sem þrýstast undir skóna mína þegar ég stíg út fyrir blokkarinnar dyr. Ég get svarið að háþrýstiþvottakarlinn reyndi að hitta mig um daginn þegar ég þaut út í bíl!
-Og nú er annað augað í mér farið að renna til af þreytu
Takk fyrir að lesa mig enn..

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að þú ert farin að skrifa aftur í vefbókina. Skemmtilegri sögur heyrir maður varla...

Kv. Sjonni

Anonymous said...

ohhhh undirhökumynd :(
Helga

Anonymous said...

Jess segi ég nú bara því jess var það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég sá að þú varst búin að blogga! Þessu átti ég sko alls ekki vona á því ég veit ekki hverstu oft ég hef farið inn á síðuna þína með bros á vör en farið út af henni með skeifu....

Til hamingju með litlu frænkuna þína sem er nú reyndar líka frænka mín:)

Langar að hitta þig sem fyrst!!

Kiss kiss