Thursday, February 01, 2007

Sííííðasti dagur einangrunar

Þó að ég ætti mjög fjöruga og skemmtilega æsku, komu upp stundir þar sem mér leiddist ógurlega og þurfti að finna leið til að drepa tímann.
Við Þráinn þrættum um það lengi hvort það væru 53 eða 56 stjörnur í loftinu á Staðarstaðarkirkju og eins vorum við búin að koma okkur upp kerfi til að telja götin í loftplötunum á tannlæknastofu Sigríðar á Selfossi.
Áðan fór ég í skann og velti því fyrir mér í leiðinni að ef þessi skanni virkaði eins og sá sem ég er að nota í vinnunni uppí ráðuneyti, þá væru til möhöörg eintök af mér því mér finnst eins og ég sé alltaf þarna..hmmm..
Allavega, nú þurfti ég enn og aftur að liggja grafkyrr og óluð niður á bekk. Um leið byrjaði mig auðvitað að klæja en til að forðast að hugsa um það leitaði ég ráða til að drepa tímann.
Mér fannst fyrir neðan mína virðingu og ég löngu vaxin uppúr því að nota sömu aðferðir og í "gamla daga" svo ég reyndi að skotra augunum á skannann til að sjá vísindalegar tölur um myndatökuna, eða að pæla í verkfræðinni á bak við allt þetta skanna dæmi...
Það er skemmst frá því að segja góðir lesendur að það er 61 rim í ljósakrónu flúorsljósinu fyrir ofan skannann niðrí ísótóparstofu LSP!

3 comments:

Anonymous said...

Sæl Matta! vonandi gengur allt vel hjá þér! Fylgist alltaf með blogginu þínu ,þér tekst alltaf að gera hlutina fyndna þó ekkert fyndið sé við það sem þú ert að lenda í núna!!:/ Sendi þér hlýjar kveðjur frá Neskaupstað..kv. Unnur Ása

Anonymous said...

hehhehehehheheheh mig minnir að stjörnurnar í kirkjunni á staðastað séu 52 og svo + 12 eða 16 með stjörnunum fyrir ofan altarið... en þá þurfti maður að beygja sig fram til að telja..sem var misvinnsælt ;)

vildi óska að ég væri að fara með þér á þorrablót!!

koss
-hlé

Anonymous said...

Matta mín
Alltaf er jafn gaman að lesa bloggið þitt. Vona að þú sért að ,,ná áttum" og farir að láta sjá þig í Hveró.
Baráttukveðjur
Vera