Thursday, February 01, 2007

Í dag er dagurinn

-sem ég kom heim úr einangrun
-sem Arnfríður Mára skellihló að ömmu sinni í fyrsta skiptið
-sem ég pantaði mér tíma í plokkun og litun, klippingu...
-sem ég hef beðið eftir í 4 langa daga
-sem ég lofaði lækninum mínum að hafa engar áhyggjur og drífa mig út og lifa lífinu
-sem ég sá fallegasta blómvönd í heimi standa á stofuborðinu mínu til að taka á móti mér
-sem kærastinn minn fær stórt knús fyrir blómvöndinn
-sem ég kann næstum að meta hið "heimilislega" hljóð í borvélum og hamarshöggum fyrir utan blokkina mína
-Ath NÆSTUM
-sem íslenska handboltalandsliðið tryggir sér keppni um 5.sætið
-sem allt er betra en mig minnti

já í dag er svo sannarlega dagurinn :)

14 comments:

Anonymous said...

Gott að þú ert komin heim Matta mín. Hafðu það gott. Sakna þín og hlakka til að heyra í þér.
Knús, Bryndís

Héðinn said...

Held ég elski þig, Matthías!

skuladottir said...

Við söknum þín.. Hvenær kemurðu til okkar?

Knús
Mamma, pabbi og litla systir í Århus

Hlin said...

Gott að heyra að þú nýtur frelsisins,
gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Hlín

Anonymous said...

Sæl Matta
Sendi þér hérna Good Vibes frá Tazmaníu við Hlemm.

Kv
Maggi Sæla de la Ölfus

Anonymous said...

Til hamingju með að vera komin heim - samgleðst þér innilega að þessir dagar séu liðnir :) Jibbí
En hvað þú átt yndislegan kærasta - njótið helgarinnar í botn.
Harpa

Anonymous said...

Gott að þetta sé búið !
Velkomin heim!
Hlakka mikið til að sjá þig sem allra allra fyrst.

Heiða

Anonymous said...

Velkomin út af hælinu elsku Matta mín!!!

knúsiknús Íris.

Anonymous said...

Til hamingju frænka.

Hlakka til að sjá þig...

Jónas

Anonymous said...

Þú ert einstök elsku Matta;) Bestu kveðjur úr gettóinu, Sabína St.

Fanney said...

Gott að þú ert komin út Matta mín. Er ekki skrítið hvað hversdagslegir hlutir verða mikilvægir þegar allt er bannað?
Njóttu augnabliksins
Fanney

Dilja said...

"í dag er dagurinn.."
...sem þú hættir að blogga??
hmmm
ég er allavegana búin að finna eitt gott við einangrunina..: fleiri bloggpistlar!

Anonymous said...

Sæl Matta.

Til hamingju með að hafa lokið einangruninni. Ég hefði nú getað sent þér eina skjaldkirtilslausa vinkonu mína í heimsókn, fylgist greinilega ekki nógu vel með. Ég kíki hér við af og til og fannst tilvalið að kvitta í tilefni frelsisins.

Kveðja,
Linda.

Herra Þóri said...

Í dag er dagurinn sem er númer 23 í bloggleti hjá Möttu!

Ég er ekki sáttur! Ætla að glugga í vinahandbókina og sjá hvað hún segir um þetta.