Friday, July 27, 2007

Sæla og kurteisi

Það er gott að vera einfaldur stundum. Gera bara ráð fyrir því góða. Gleyma að spyrja lækninn sinn hvað kom út úr sýnum og myndatökum, því maður gerir bara ráð fyrir jákvæðum niðurstöðum. Svara umhugsunarlaust, þegar fólk spyr mann hvort maður sé á bíl: "æ takk fyrir að bjóða mér far, en ég er á bíl" án þess jafnvel að íhuga það hvort það hafi sjálft verið að snapa sér far...
Já sælir eru nefninlega einfaldir og þeir eiga svo sannarlega ekki von á (þegar þeir eru farþegar í bifreið frænku sinnar, á blússandi ferð um vesturlandið)...að skrúfa upp rúðuna á handabakið á sjálfum sér, bregða svo illilega þegar rafdrifin rúðan kremur hendina og kippa henni að sér svo hálft handarbakið svífur nú í flygsum eftir þjóðveginum!!!
Nei, þá voru einfaldir sko ekki sælir! Bólgan og marið er rétt farið að dofna núna (arg)!

Svo var ég að spá í kurteisi... Hef oft pælt í henni í sambandi við kurteisishlátur ofl. Önnur birtingarmynd kurteisinnar birtist mér í kvöld þegar ég var að keyra og stoppaði á sebrabraut til að hleypa konu yfir götuna. Kvennsan varð smá skrítin og hristi hausinn eins og hún væri að segja mér að hún stæði þarna bara fyrir helbera tilviljun og fásinna væri að ætla að hún væri á leið yfir götuna, svo ég ætlaði að halda áfram, en þá gekk hún hikandi af stað yfir götuna. Ég snar stoppaði náttúrulega og hleypti henni yfir. Þegar ég hélt svo áfram sá ég í baksýnisspeglinum að hún horfði flóttalega á bílinn minn.. og læddist svo aftur tilbaka yfir götuna!!!
Hjúkk að hún sýndi mér þá kurteisi að fara yfir þegar ég stoppaði, annars hefði hún hlotið verra af!
-Kannski hræddist hún útlitið á ökumanninum, mér. Skil ekki hvað það var sem hún ætti að vera hrædd við... blóðhlaupnu augun eftir frjókornaofnæmið?, bólgna kinnin eftir stífluðu munnvatnskirtlana?, eða marið handabak mitt eftir "bílrúðuslysið"hér ofar í færslunni... ?
Jah maður spyr sig!

5 comments:

Anonymous said...

Þú ert ágæt!

Bragi said...
This comment has been removed by the author.
Bragi said...

Sæl og takk fyrir síðast. Ég held að sagan um konuna á gangbrautinni varpi ljósi á þá gríðarlegu meðvirkni sem ríkír í íslensku þjóðfélagi í dag. Konan hefur eflaust hugsað með sér: "Djöh, stoppar þessi með handdarbakið. Nú verð ég að fara yfir svo henni líði ekki illa yfir að hafa stoppað fyrir konu sem ætlar sér alls ekki yfir götuna. Hún með ónýtt handarbak í ofaálag. Jæja, best að druslast bara yfir, hvað gerir maður ekki fyrir eymingjana? Ég fer bara aftur yfir þegar hún er farin".

Anonymous said...

Mér finnst reyndar ógurlega tillitslaust af kerlingarskömminni að bíða ekki alla vega þangað til Matta var komin úr augsýn áður en hún fór yfir aftur... Þetta Ísland í dag!

Anonymous said...

Phahahahahahahhhahahah hvar væri ég án þín... ég er endalaust að sjá fyrir mér handabaksslysið!!.. kemst ekki yfir hvað þetta var findið!!!

maðurinn sem keyrði þig niður á gangbrautinni hér um árið var nú ekkert sérstaklega meðvirkur...

og matta... maður gleymir ekkert að fá niðurstöður.... eða heheh jú svosem ekki langt að sækja það.. þekki eina (mútts) sem var nánast byrjuð að gefa blóð þegar hún mundi skindilega að hún var nýkomin af spítala úr berjabrjóstaaðgerð... henni var fylgt út með skrítnum svip og þarf ekki að gefa meira blóð...

og rétt í lokin.. ég át einmitt grillaða svínamör útí indlandi bara útaf kurteisi.. lengi lifi kurteisin!!

-hlé