Tuesday, October 16, 2007

Ási no-kommentari, þessi færsla er tileinkuð þér!

Kannist þið við að sjá bara berjaling þegar þið lokið augunum eftir góðan berjamó, kannski kindur eftir réttir o.s.frv. -Ég sá fyrir mér fljúgandi húsgögn á laugardagskvöldinu. Sófa, ísskápa, eldavélar, hillur... Já Gunninn minn er loks alveg fluttur til mín og laugardagurinn fór í flutninga. Þetta annars frekar ágæta samband okkar stóð á brauðfótum seinnipart þessa dags. Ég áttaði mig engan veginn á því hversu mikill áhættuþáttur ísskápsburður er í sambandi fólks. Eftir að hafa rogast með hálfa búslóð milli íbúða kom að bévítans ísskápnum. Fyrst af 2. hæð Barmahlíðarinnar..og þá reyndi á. Þegar Gyða Sól (ég) ætlaði að massa skápnum úr bílnum og upp á 3. hæð, sagði G minn stopp. Sagðist ekki vita hvort sambandið þyldi álagið sem fylgdi því að koma helv. ísskápnum upp í íbúð. Vildi hringja í vin. Ég var nú aldeilis ekki á því, enda var þetta á þeim tímapunkti þegar ég stóð enn í þeirri trú að eitthvað af bingóvöðvum mínum væru í alvöru vöðvar... Við bisuðum ísskápnum út úr bílnum og í gleði minni yfir því að lofta þessu romsaði ég út úr mér hversu létt þetta væri í rauninni, alls ekki eins erfitt og mig minnti..bla bla bla.. engin viðbrögð hinu megin við ísskápinn, svo ég gægðist yfir ferlíkið og varð litið á Gunna, sem hélt á aftari endanum (sem sagt með allan þungann) og frystihólfsmeginn í þokkabót..reeehennsveittur og ekki alveg á því að taka undir með verðandi sambýliskonu sinni hversu einstaklega létt og löðurmannlegt þetta væri eftir allt saman...

Svo hef ég verið einstaklega utan við mig undanfarna daga. Hlésí mín, unglingurinn á heimilinu, fór í aðlögun á annað heimili og mér líður eins og ég hafi sett barnið mitt á leikskólann og það sé bara alls ekkert að sakna mín og ætli sér bara ekkert að koma heim. Já, Hlés býr núna í Bogahlíðinni með Helgu og nú labba ég um stofuna mína, tek kannski upp eins og einn og einn brjóstahaldara sem Hlés mín hefur tætt sig einhverntímann úr (hefur þessa tilhneigingu þessi elska) og finnst skrítið að hafa hana ekki hérna í stofunni hjá mér...buhuu..
Já skrítnir þessir dagar. Ég labbaði næstum inn í menntamálaráðuneyti í dag, eftir vinnu í landb.ráðun. Mig minnti nefninlega að ég hefði lagt bílnum einhversstaðar þar, svo þegar ég fattaði hvert ég væri komin, fussaði ég upphátt og snarsnéri mér við, beint í flasið á einhverjum sakleysingjanum sem hafði labbað fyrir aftan mig.
Já, þessa dagana þarf soldið sterk bein til að vera ég, krabbalæknir á mánudaginn og á ég ekki von á neinu öðru en allt komi vel út þar, segir ábyggilega að það sé ekkert að mér, ég sé bara svona dofin!!

9 comments:

Anonymous said...

Góður pistill...þú ert alltaf jafn fyndin.
Gangi þér vel hjá doksa.
Kveðja, Bryndís

Anonymous said...

Æji elskan þú ert svooo skemmtilegur penni að það er æði, tjahh bjargar allavegna dögunum mínum, Segi nú ekki annað frú Stella. Talandi um Stellu... heldurðu að ég hafi ekki fengið hana Báru í neglur til mín um daginn...Báru? hvaða Báru nú Báru og afmælið hihihi átti erfitt með mig og var að hugsa um Stellu allan tíman. Er maður klikk? Ekki svara þessu ég veit svarið. En allavegna,, til lukku með að vera komin með hann Gunna þinn til þín, það er æði. Sjáumst sem fyrst. Kv Vittleysingurinn af Breiðumörkinni Húrígúrí

Anonymous said...

phahahhahahahahahahahahah elska þetta með ískápinn... og elska ykkur hjúin!!

stelst ekkert í mína haldara er það??! ;)

ég skal reyna að koma og stripplast eins oft og ég get hjá ykkur... sveppadansinn og allt

knús!
-hlé

Anonymous said...

Hahahahahaha, þið eruð svooo æðisleg - hlakka tila ð koma í heimsókn eða jafnvel mat!!!
En, já get trúað því að það séu sterk fráhvarfseinkenni í gangi núna þar sem Hlé er komin annað!
við förum nú vonmandi að hittast, gengur ekki - svo þurfum við að far að massa ræktina, uss uss uss!

Knús, Alma Ýr

Anonymous said...

þið eruð dásamleg!
Förum að fá ykkur Gunna í mat til okkar svona þegar fer að hægjast um hjá ykkur, ef það gerist þá nokkurntímann!? ;o)
Gangi þér allt í haginn hjá doksa gæskan.

Heiða

Anonymous said...

Ég hefði nú haldið að þú hefðir ekki þurft hjálp við þennan ískáp frænka.

ps. var í ísbúðinni um dagin og sá þig ekki, hvað er í gangi?

Jónas

Anonymous said...

Nei, sko! Rétt rúmlega sextán ára í sambúð eins og ekkert sé! Til lukku :)

Er samt mjög miður mín yfir að þú skulir hafa komist að því að bingóvöðvarnir væru ekki alvöru vöðvar!! Haaa?! Neiiiii!

Mér líður nákvæmlega eins og þegar afleysingakennarinn sagði öllum bekknum í fréttum að jólasveinar væru ekki til.

Heyrðu og svo eru alltaf óskilamunir í bílnum mínum, haha! Ég kem með þá við tækifæri. Þá getum við setið og þefað tárvotar af sitthvorri skálinni á Hléhaldara... Æ, úff... Var þetta of mikið? :/

Anonymous said...

Til hamingju Matta mín og Gunni með sambúðina. Þið eigið svo rosalega vel saman!! Ég var svo að sjá þetta með ísskápsburðinn fyrir mér!!! Knús til ykkar beggja. kveðja Dröfn

Svala said...

haha...þú ert nú meiri kellingin matta mín") snilld að láta kallin taka allan þungann...en ekki hvað? gangi þér vel já lækninum esskan mín...knús frá köln, sveil