Thursday, November 01, 2007

Síðan síðast...

Hef ég:
-Farið á frænkukvöld í Haustakrinum... og hlakkað til að þessar tvær verði léttari
-Farið í surprise afmæli Joð minnar sem fór á kostum allt kvöldið
-Rumskað daginn eftir með hausverk og galtóman gleðibanka
-Átt að gera átta einstaklingsnámskrár fyrir nemendur mína en í staðinn, fest mig í tölvuleik sem gengur einungis út á það að henda geimveru upp í loftið og vona að hún drífi sem lengst...
-Kíkt á hetjuna Rúnar og klettinn hans, hana Unu
-Heimsótt 82 ára ömmu mína sem er með alzheimer og horft á hana leika humar, því hún mundi ekki orðið
-Reynt hundrað sinnum að hringja í upptekna vin minn Héðinn
-Misst af hundrað símtölum frá upptekna vini mínu Héðni
-Fengið endalaus sms frá mömmu sem baðar sig í sjónum á Kýpur tvisvar á dag, fléttar körfur og rúntar um á mótorhjóli
-Fengið góðar niðurstöður frá krabbameinslækninum
-Pakkað ofan í kassa
-Pakkað uppúr kössum
-Beðið í klukkutíma röð eftir dekkjaskiptum áður en ég gafst upp
-Komist í langþráð vetrarfrí
-Hlakkað til að fara til Berlínar á morgun
-Vííííííííííííííííííííííííííííííí...

7 comments:

Anonymous said...

Mikið er gott að sjá að niðurstöðurnar frá lækninum voru góðar. Hlakka til að sjá þig sem fyrst.
Kveðja,
Bryndís

Anonymous said...

Takk fyrir síðast.
Ég toppa þig, beið í 3 tíma eftir vetrardekkjum og gafst ekki upp!
Svanhildur

Bragi said...

Matta, það eru ekki margir sem hafa þann ómetanlega hæfileika að sjá það kómíska í því tragíska án þess að vera meiðandi. Þú hefur þann hæfileika í miklu magni.
Bragi

Anonymous said...

Hahaha, þú ert svooo mikið æði! Hlakka til að heyra af Berlinar ferðinni - alls ekkert öfundsjúk, akkúrat ekki neitt!
Góða skemmtun...knús til allara.

Anonymous said...

Alma Ýr - hér að ofan!!!

Anonymous said...

Hæ Matta sæta,

Það er komið að hittingi hjá okkur kellunum í Öskjó.
Háagerði 57 föstudaginn 23. nóvember kl. 8.
Hlakka til að vonandi sjá þig þar :)

Og frábærar fréttir um heilsuna þína.
Gangi þér vel með þitt baðherbergi, ég er búin að vera að skrapa á mínu allt vetrarfríið (grrrr) og
vonandi skemmtir þú þér vel í Berlín.

kveðja,
Gyða Björk

Drabban said...

Hæ hæ Skvís!! gott að heyra að niðurstöður voru góðar. Góða skemmtun í Berlín.. Kveðja Dröfn