Wednesday, January 30, 2008

Kjellingalíf

Líf Mattheu hefur verið mjög rútínukennt að undanförnu. Okkar allra vegna hefur bloggið verið í lægð því enginn hefur gaman að því að lesa um tilbreytingalausa daga kjellingalífs sérkennara í Laugarnesinu...eða hvað?? ;) Öðru hverju gerist þó eitthvað skemmtilegt, en einhverra hluta vegna á það almennt við um líf annarra en mín. En getur bloggsíðan mín nærst eingöngu á gleðigöngu samferðamannanna? Þetta er þó ekki eina afsökunin fyrir bloggleysinu, því þolinmæði kemur þarna líka sterk inn. Einhver segir að kennarar séu byggðir upp á þolinmæði, en það á greinilega ekki við um mig. Tölvugarmurinn minn hefur tekið alla gleði úr því að sitja á síðkvöldum, spjalla á msn og blogga. Það er fyrst núna síðustu daga sem ég hef áttað mig á því að það er alls ekkert eðlilegt að bíða í korter eftir að tölvan ræsir sig, annað korter eftir að opna netið sem dettur svo út á 5 mín fresti. Eftir fjórtánþúsundasta píkuskrækinn(eða tröllaöskrið öllu heldur) innan úr stofu, rölti hinn pollrólegi Gunni sér í tölvubúð og bætti við einni enn fartölvu á heimilið. Og nú ríkir friður á heimilinu og nemendur mínir fá alla mína þolinmæði óskerta. Og nú blogga ég:
Ásdís kom heim úr Tælands/Kambodíu reisu sinni og bætti birtu í skammdegisþrungið hjarta mitt
Minn gullfallegi og skemmtilegi guðsonur Arinze Tómas átti afmæli og öll Ástralía fagnaði með honum-(og ég líka hér heima)
Íris mín og Halli fjölguðu mannkyninu og bættu typpaling í strákahóp ættarinnar
Ooog við Hlédís drifum okkur austur á hátíðina Norður Vík 2008!
Hér eru frænkurnar Hlés og Katla í íþróttahúsi staðarins
Bingóstjórarnir Matta og Hlédís
Fyrir grettukeppnina
Gleðin í hámarki
Þeir sem sofnuðu fyrstir...vöknuðu svona daginn eftir!
Bless í bili

6 comments:

Anonymous said...

Sakna þín Matta mín. Var Þráinn að taka stökkbreytingum og verða að Shrek? Hlakka til að spjalla við þig á msn/skype í nýju tölvunni.

Frimann said...

Ég heimta að fá að lesa um tilbreytingalausa daga kjellingalífs.

Frímann

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni, heimta bara!!!
En guð hvað ég var ánægð þegar ég sá nýtt blogg - ekki það að mér þyki ekki Hlédís æðisleg, langaði bara í nýjar fréttir!
Hvenær er aftur svo hittingur hjá okkur;-)
alma ýr

Jonas og lísa said...

Kellingalif er nu kanski fint af og til.
kiss kiss

Anonymous said...

Jibby! Ég var farin að hafa áhyggjur af þessu bloggleysi hjá þér gæskan! En Gunni almennilegur við konu sína að rjúka bara til og kaupa nýja tölvu fyrir frúnna! Hann fær stórt prik fyrir það enda ÞARF ég að lesa bloggið þitt reglulega til að halda geðheilsu! Kær kveðja til ykkar K.P-sins
Dröfn

Frimann said...

Eru ekki einhverjir tilbreytingalausir dagar kjellingalífs í þessari viku?