Sunday, January 06, 2008

Gleðilegt ár!


Long time no see...
Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í Ölfusinu að við vorum öll Reykjakotsfjölskyldan saman um jólin í fyrsta sinn í 15 ár!! Ragnhildur, Gísli, Björk og Jökull komu að vestan og Þráinn, Æsa, Katla Þöll, Arnfríður Mára og hvolpurinn Panda að austan og svo duttum við Gunni inn í pakkaflóðið eftir matinn, en hann borðuðum við í Þorlákshöfn. Mamma og pabbi muna rólegri jól en varla skemmtilegri eða fjörugri. Það væri alls ekki orðum aukið að segja að það hafi verið spilað í jólafríinu, mauluð ostakex og snjókarlar og snjóhús spruttu upp hér og þar.

Nokkrar pásur voru teknar í pakkaupptöku til að koma skipulagi á flóðið en sennilega stendur uppúr jólagjöfin frá höfðum fjölskyldunnar, mömmu og pabba til okkar allra hinna; fjölskylduferð í 2 vikur til Hollands í sumar.

Eftir hátíðisdagana skelltum við Gunni okkur svo vestur þar sem spilaæðinu var haldið áfram, nú við hinn ósigrandi Ása, Arndísi, Hlédísi og fjölsk.
Um áramótin setti Gunnsi svo á sig ofnhanskana og galdraði fram veislu fyrir kjelluna (mig) og eftir það hentumst við í Skálaheiðina til Hildar og Gumma þar sem hoppað var inn í nýja árið, knúsast og spilað langt fram á nýtt ár.
Og nú er svo komið að ég er algerlega búin að snúa sólarhringnum við!
-Í jólafrísgleðivímunni tókst mér að kaupa miða til New York í maí, panta hornsófa, koma skipulagi á búslóðirnar tvær sem fylgja okkur Gunna, mála eldhúsið, fara í brunch til Unu og Rúnars, láta krukka í hálsinn minn enn og aftur (ekki krabbameinstengt samt:), komast að veikleika mínum fyrir tölvuleiknum Ludo (já, nördalega rétt, Ludo...efni í annað blogg), bryðja ógrynni af klaka og missa átta skrautkerti í gólfið svo þau brotnuðu!
Ef andinn kemur yfir mig, blogga ég fljótlega um þetta Ludo dæmi, sérstaklega bláu kallana!!!


3 comments:

Anonymous said...

Váá Gunni flottur á því :)
Vona að þú hafir það sem best eftir hálskirtlatökuna Emmið mitt.
Fyndið hvað Björk er lík Ragnhildi, fannst ég vera að horfa á hana á þessari mynd :)
Kv. Joð

Anonymous said...

Var ekki löngu búið að taka úr þér hálskirtlana? Hvað var ananasklakadæmið þá?
Björk þvílík skvísa! Lítur út fyrir að vera meira 13 en 9. KOssar og knús til ykkar allra

Anonymous said...

Ji hvað það hefur verið mikið fjör hjá ykkur...hlakka svo til að koma í heimsókn og sjá endurnýjaðan Laugarnesveginn;-)
Knús,
Alma Ýr