Það er fátt sem heillar mig meira en svona ótrúleg þolinmæði (með "dash" af geðveilu) og staðfesta. Að standa svona dag eftir dag með skiltið sitt, sem enginn skilur almennilega hvað stendur á, er vanþakklátt starf.
Í dag tók hjartað mitt þó aukakipp (þar sem ég sat í hlýjum bílnum og starði á Helga). Það var ekki svona mikill vindur úti...ónei. Og nú spyr ég (þann sem ennþá nennir að kíkja á dautt bloggið mitt):
Hefur enginn annar áhyggjur af því hversu skjálfhentur Helgi Hóseasson er orðinn???
2 comments:
He he he!
Karlinn er helvíti duglegur það má hann eiga og alls ekki gott ef hann er orðinn svona skjálfhentur - hver á þá að sjá um skiltagerðina?
Annars er ég farin að sakna þín mikið, tökum kannski ísbíltúr um Langholtsveginn, hvað segirðu um Það;)
Alma Ýr
sætasta yndið mitt, ég les sko alltaf bloggið þitt. Fyndið ég hef svo oft verið að hugsa um þennan mann. Foreldrar Gunna búa í Efstasundinu sem er gatan fyrir neðan Langholtsv. þannig ég sé hann svo oft. Mér finnst hann algjör hetja að nenna þessu dag eftir dag.
Knús og kossar til þín molinn minn
Júlía
Post a Comment