Friday, October 03, 2008

Skyggnigáfa!?!!?

Ég vissi alveg að brátt myndi draga til tíðinda hjá Glitni...

Í síðustu viku, þrjá morgna í röð, stóð morgungulrótin í mér, akkúrat þegar ég keyrði framhjá höfuðstöðvunum á Kirkjusandi á leiðinni í vinnuna... án gríns!
Enda var ég fljót að skipta gulrótunum út fyrir súkkulaði sem bráðnar í munninum.

Kannski þyrfti Aron Pálmi ekki að safna dósum í dag, ef ég hefði hlustað á musteri mitt og reynt að vara hann við hræringum í fjármálaheiminum.



2 comments:

Anonymous said...

Pwahaha, elskuleg viltu í Guðs bænum hætta að éta gulrætur og halda þig við súkkulaðið!
Gulrætur geta greinilega verið verkfæri djöfulsins, knús Amla

Anonymous said...

Kannski líka betra fyrir þig að forðast Landsbankann svona á allra næstu dögum. Allavega ef þú ert að borða. þórhildur