Monday, November 10, 2008

Líf í Bingóvöðvunum...


Úfffff...

Nú tilheyra hreyfingar á borð við; að setja hárið í tagl, veifa, klóra sér í/bora í nefið, setja á sig gleraugun, þvo sér í framan, skafa af bílnum o.s.frv. sögunni til!

Einhver gæti ályktað að þessi tímabundni hreyfingaskortur minn væri tilkominn af högginu sem ég fékk af því að bomba aftan á "gamlamannsbíl" sem taldi góðan kost að snarbremsa fyrir framan mig, en ónei! Þessi sársaukafulla fötlun mín stafa eingöngu af öfgum í hreyfiþörf Mattheu. Ég ákvað sem sagt að nú væri tími til kominn að rísa upp úr eigin leti og leyfa heiminum að kynnast aðeins minni útgáfu af sjálfri mér. Ég slóst í hóp með hinni duglegu Hlés minni í lyftingasal World Class og í dag er ekki laust við að ég merki örlítið og viðkvæmt líf í bingóvöðvunum!

3 comments:

Anonymous said...

Ohhh hvað þú ert dugleg emmið mitt.
sakna þín :)
Joð

Anonymous said...

Glæsó hjá þér skvís!! þar sem þú verður orðin massagella í upphandlegsvöðvunum og svona þá ættir þú innan skamms að eiga mjög auðvelt með að pikka inn nokkur blogg hér eins og kannski einu sinni á dag!! Go girl!!!
kv Dröfn

Anonymous said...

Takk ezkurnar mínar!
Matta