Tuesday, October 15, 2013

I´m back

Þið sem hélduð að bloggið væri dautt, internetið bara bóla og ég laus við krabbameinsstúss! Ónei, allt er þetta sprellalæv og ég komin aftur hingað í Krækiberið. En áður en fólk fer að stofna styrktarreikninga, hjálpa mér yfir götu og velja sér arfgripi er rétt að taka fram að þetta þykir ekki mjög alvarlegt mein í krabbameinsheiminum og vilja læknar meina að þeir verði fljótari að ná því en Gunni (sem var þó ansi fljótur) að ná snuddunni hans Sigga upp úr klósettinu um daginn... -Við Viktor Hólm vil ég segja: Líklega er æxlið ekki nógu nálægt raddböndunum til að ég verði aftur Skrámur..en við getum alltaf vonað. -Við fylgjendur meistaranáms vil ég segja: Ég hef tvisvar farið í MA nám og í bæði skiptin fengið krabbamein eftir fyrra árið, er ekki ráð að stytta þetta bara niðrí eina önn? :Þ -Við nóvember vil ég segja: Víí hvað ég hlakka til að útskrifast geislandi af Lsp og valhoppa út í lífið. -Við ríkisstjórnina vil ég segja: Takk fyrir fjárlögin! Hlakka til að verða Eign þvottahúss spítalanna upp í innlagnarskuld. -Við skurðlækninn vil ég segja: Taktu bara þinn tíma, það er ekki eins og ég sofi með símann undir koddanum af ótta við að missa af símtalinu... -Við þá sem kunna almenniega á enter takkann vil ég segja: Hjálp, ég kann ekki að gera greinarskil á þessu bloggi! Bæjó í bili þó

2 comments:

Anonymous said...

OMG, það er meir að segja erfitt að kommenta á bloggið. Hvernig fórum við að þessu??
kv
Helga

Sjonni said...

Gaman að sjá þig aftur Matta mín. Passaðu þig á bílunum.