Sunday, October 20, 2013

Kreppukrabbi

Ég er að gera mitt besta til að tapa ekki gleðinni, en hér kemur samt smá raus: Ef einhver hér er að hugsa um að þróa með sér æxli, er mín ráðlegging til hans að bíða fram að næsta góðæri.. Nú hef ég leiðinlega góðan samanburð á samskonar meini með átta ára millibili og gerði í einfeldni minni ráð fyrir að lækningaferlið væri svipað nú. Það er klárt mál að fumlaus og ákveðin vinnubrögð læknanna gerðu það að verkum að ég fann aldrei fyrir óöryggi þegar meinið kom fyrst upp. Mikil samvinna ríkti milli lækna, tæki og tól voru til staðar og virkuðu og fólk tók upp símann til að koma skilaboðum áleiðis. Það er skemmst frá því að segja að nú eru bráðum fimm vikur síðan ljóst var að eitill í hálsinum á mér var farinn að hegða sér óeðlilega. Frá þeim degi til dagsins í dag, með tilheyrandi ástungum, blóðprufum, skoðunum og tímagjöfum hefur enginn heilbrigðisstarfsmaður hringt í mig. Ég hef í öllum tilfellum gefist upp á biðinni (og er þó þolinmóð kona ;) og hringt sjálf og leitað þeirra svara sem ég þarfnast. Nýjasta er að beiðni sem fór frá krabbameinslækninum til skurðlæknisins týndist í tvær vikur og kom ritarinn af fjöllum þegar ég kannaði málið. Ég íhugaði að byrja þetta bara með búrhníf í hádeginu en nú er ég loksins komin með tíma! Fer í undirbúning á morgun og aðgerðina á þriðjudag :) Allar fótbrotsóskir vel þegnar! Yfir og út

15 comments:

Unknown said...

Gangi þér vel, sendi þér strauma!

arndis said...

Ömurlegt ad heyra af ástandinu. Gangi tér vel elsku duglega og skynsama frænka mín. Er svo stolt af tér, hefur alltaf svo gott vidhorf til lífsins, jafnvel tótt tad sökki stundum. Heyri I tér fljótlega:-*

Anonymous said...

Nei þetta er náttúrulega ekki hægt. Út með þolinmæðina og hringja bara nógu oft og spyrja nógu margra spurninga, þú gleymist eða týnist þá ekki á meðan. Gangi þér vel elskulega Matta mín, ég mun senda þér alla mínu baráttu strauma.

Eivor

Anonymous said...

Lilja og co. :-)

Anonymous said...

Þú ert náttúrulega bara einstök kona! gangi þér vel í þessu ferli sem er framundan. Kveðja frá okkur á Blönduósi

Sigurjón V. said...

Hals- und Beinbruch!
Kv. Sjonni

Lilja Bjork said...

Elsku Matta og co. Sendi þér alla góða strauma og orku héðan af nesinu og miklu meira til. Er búin að vera að hugsa til ykkar og geri það áfram. Koss! Lilja og co.

Anonymous said...

Þetta er víst sorgleg staðreynd! Ég skora á þig að tapa þolinmæðinni, hringja í hvert einasta sinn sem þú þarft að fá að vita e-ð og ef það virkar ekki þá mætir þú bara í eigin persónu. Ef þér er sagt að aðilinn sé upptekin þá sest þú bara niður með bók eða handavinnu, stoppar í sokka eða ferð í að merkja öll föt einkasonarins, og segist ætla að bíða og ef þér er sagt að hann komi ekki strax þá tjáir þú þeim að krabbinn sé heldur ekkert að fara fyrr en hann mæti þannig að þið eruð að sama stað ;)
Hef heryt að þetta virki einna best í þessu ástandi.
Gangi þér ofurvel elsku Matta, þú hefur ótrúlegt viðhorf til lífsins. Tutu
Sigga Hrönn

Anonymous said...

Gangi þér vel, dugnaðarforkur !
Baráttukveðjur frá okkur öllum. kv. Heiða

Anonymous said...

Gangi þér vel Matta mín!!
Kv. Anna Júl

Anonymous said...

Gangi þér vel elsku Matta. Sendi þér góða strauma :)
Kveðja Kolla Vil.

Anonymous said...

Gangi þér vel elsku Matta! Kær kveðja, Hrefna Sigurjóns.

Anonymous said...

Gangi þér vel elsku Matta, við "innanbúðarfólkið" hljótum að geta rifist fyrir þig ef þetta verður eitthvað rugl.
Baráttukveðjur, Ólína

Anonymous said...

Hugsum til þín í Goðabyggðinni og nesinu, sendum batastrauma. Það verður eitthvað að fara gerast í þessum spítalamálum! Spurning hvað þarf til! ??! Knús Hildigunnur

omar ail said...



Your site is very helpful
http://ar.arabantiinsects.wikia.com
https://antiinsect.yolasite.com/
http://antiinsectsforarab.wikidot.com
https://www.prokr.net/ksa/jeddah-water-leaks-detection-isolate-companies/
http://tomoh26.net/