Wednesday, November 13, 2013

Hamingjan er hér

Sem liður í tilraun minni til að faðma heiminn og fá útrás fyrir allt þakklætið og gleðina sem fyllir mig núna, koma hér nokkur orð: Þar sem síðasta færsla endaði í tilvonandi og æsispennandi nokkurra klukkustunda legu í skanna er rétt að byrja þar sem hún endaði. Í skannann fór ég. Búin að byrgja mig upp af hljóðbókum sem þið, gersemarnar mínar, voruð búin að útvega mér og hóf ég ferlið með því að velja mér eina álitlega... Brynhjarta eftir Jo Nesbo. Ef ég myndi einhverntímann nota toppstykkið til að hugsa, hefði ég kannski áttað mig á því að ég hefði ekki getað valið mér óheppilegri bók, áður en ég lagðist og lét óla mig niður í skannann sem var staðsettur fáa sentimetra frá trýninu á mér og niðrá tær. Lýsing: Brynhjarta er það ástand þegar manneskja er grafin undir svo miklu fargi að álagið á brjóstkassann er slíkt að hún nær ekki andanum. Með brynhjarta er hægt að lifa í fjórar mínútur. Á móti mér tók brosandi geislafræðingur sem iðaði af spenningi að segja mér frá þeim góðu fréttum að bilaði armurinn á skannanum væri dottinn inn. Við gáfum hvor annarri fæv og drifum okkur í verkið. Það er skemmst frá því að segja að þessa tæpu 4 klst sem ég lá í skannanum var armurinn að detta út og inn og reglulega tilkynnti samherji minn mér stöðu mála. Þetta var farið að minna á þegar Samúel Örn Erlingsson datt inn og út af alþingi eina kosningavökuna... "Nú er hann inni...ahhh, nei nú er hann dottinn út!" Þetta hafðist þó allt á endandum og í gær fékk ég gleðisímtal frá lækninum um að engar sjáanlegar frumur væru að gera sig líklegar til að mynda fleiri æxli og því taldi hann ekki ástæðu til að senda mig í geislajoð. :) Ég finn hvernig ég nálgast jörðina á ný og því ætti þeim ykkar sem hringduð í mig í gær að vera óhætt að gera það aftur við tækifæri, ég lofa að skríkja ekki á ykkur aftur ;)!

4 comments:

Svala said...

æðislegt elsku Matta! til hamingju með Sigurinn!<3

Írus Vírus said...

Dásamlegt :)

deniz said...

fake taxi


porno izle


turkcealtyazilipornom.com

denizkeskin5879 said...

türkçe altyazılı porno


mature porno