Tuesday, January 18, 2005

Listaspíra

Það hreinlega spíra listarnir á þessari síðu minni og ég er löngu búin að missa tökin á þessu öllu saman...
Eftir síðustu lista komu nokkrir fuglar til mín og hvísluðu að mér að nokkrir Íslendingar í Danmörku væru ósáttir við fjarveru sína á listunum...þetta verð ég að taka til athugunar, sérstaklega í ljósi þess að þessir sömu Íslendingar hafa bjargað lífi mínu oft og iðulega á síðustu önn.
Ég hef grun um að dvölin í Árhúsum hafi komið lítið við sögu á upprifjun minni á toppum síðasta árs, því ég þræl-tapaði gleðinni á löngu tímabili (eða fór í mjög langa fýlu, eins og Skúli Hröbbupabbi myndi sennilega segja :)
Ég átti líka yndislega tíma og langar að gera lista (surprise) til heiðurs öllu því frábæra fólki sem var í því að kasta til mín björgunarhringjum í útlandinu (..eða í sumum tilfellum hreinlega lánaði mér hús, bíl og jafnvel barn ef því var að skipta!)
Það var gaman þegar:
-Hrabba skoraði úrslitamarkið á síðustu sek. í mikilvægum leik og allt ætlaði um koll að keyra
-þegar Viktor kom sem frelsandi engill í Bubba byggir buxunum sínum og náði í mig, týnda í e-h símaklefa, kveikti upp í arninum og spilaði og söng
-þegar við Diljá ætluðum með orðabækurnar upp á slysó (það var allavega gaman eftir á..)
-í matarboðinu hjá Möttu og Stulla
-í Diskódjamminu hennar Hröbbu
-í Kaos pilot partýjum alla önnina
-í saumaklúbbum okkar Diljáar og Frímanns á Englinum
-við Viktoría Dís sungum á leiðinni í leikskólann
-í matarboðum, spilakvöldum, snúðabakstri og spjalli hjá Hröbbu og Viktori
-og margt margt fleira...

2 comments:

Gulli said...

Já já, ekki orð á mig! Ef þú lætur svona auðveldlega undan þrýstingi Matta þá ætla ég að minna þig á kaffibollann sem við ætlum að drekka sameiginlega úr áður en þú ferð utan...

Dilja said...

skohh nú líst mér á þig!!
svo má nú ekki gleyma við einar í bíósal, ég sofandi og þú með brjóstið út?? hahhhhah
við hlökkum allavega öll roslega að fá þig aftur hingað út! beint í kveðjupartý fyrir cubufarana þann 4. eða 5.feb....
kannski að héðinn vilji bara koma samferða þér í smá heimsókn??