Wednesday, January 12, 2005

Toppar

Æ það getur verið svo leiðinlegt til lengdar að lesa blogg í punktaformi, öllu má nú ofgera og ég er svo sannarlega að verða búin að klára þetta form hér á síðunni minni. En þar sem ég er með eindæmum áhrifagjörn og hef séð svona "uppgjör 2004" á nokkrum bloggsíðum, er ég að spá í að láta hugann reika og finna mér topp 10 lista frá árinu sem nú er liðið og kemur (vonandi) aldrei aftur! Svo er þetta líka ágætis leið þegar lítið er að blogga um eins og hjá mér síðustu daga. Gæti náttúrulega sagt ykkur frá því þegar ég gróf snjóhús með sex ára frænku minni, var miklu ákafari en hún og var komin góða leið til Ástralíu þegar mér var litið á hana þar sem hún lá í snjónum við hliðina á mér, horfði upp í stjörnurnar og sussaði á mig því hún heyrði svo miklu betur í stjörnunum þegar hún lægi svona aftur og hefði alveg hljóð. Ég get líka sagt ykkur frá því þegar ég stillti "Nínu og Geira" í botn tók 2 ára Jökul í fangið og dansaði með hann um húsið þangað til ég steig á legokall sem lá á gólfinu og datt næstum. Svo áðan þegar við fórum að skoða hvolpana litlu og sáum þá að kanínurnar voru allar sloppnar út og ég fór að elta eina, hljóp um alla hlöðu fulla af heyi, gargandi á kanínu sem var ekkert á því að stoppa. Eða þegar ég baðaði "börnin mín", bakaði, fléttaði hárið á Björk, sofnaði út frá Stubbunum...neeeei, þá viljum við heldur topp 10 listana..er það ekki?

10 gott 2004
-þegar ég, með dúndrandi hjartslátt, opnaði bréfið sem staðfesti skólavist mína í Danmörku
-þegar ég kom heim um jólin og fann með hverri frumu líkamans að "heima er best"
-þegar ég fékk heimsóknir frá Íslandi til Danmerkur
-þegar ég lá í grasi í Reykjadal með góðum vinum og sötraði kakó eftir notalegt bað í heita læknum
-ferðin í Gyllta turninn með Héðni...skríkir og digurbarkaleg öskur
-kveðjustundin með nemendum mínum í Engjaskóla
-óvænta afmælisveislan fyrir Þráinn í Vík
-Hvammsvíkurferðin
-bjór og heiti potturinn á Lýsuhóli
-Austurvöllur á laugardögum í allt sumar

10 slæmt 2004
-þegar ég keyrði tvisvar á sama tjaldsungann
-einmanaleikinn
-dagurinn sem ég rak mig á þá staðreynd að ég ber sjálf ábyrgð á líðan minni
-þegar Ásdís fór
-fyrsti skóladagurinn
-þegar ég sólbrann frá helvíti í ljósum í Árósum
-þegar jólabjórinn kom og ég drakk hann allan
-þegar uppáhalds gallabuxurnar mínar sungu sitt síðasta
-þegar ég kvaddi Björk
-þegar ég áttaði mig á því að ég ætti ekki lengur bíl

10 fyndið 2004
-Stína frænka
-þegar Katla 3 ára sagði við ömmu sína að ég væri ekki fullorðin...meira svona "fullorðið barn"
-þegar Hlédís bað um fullorðinsbleiju á Landsspítalanum
-þegar við Héðinn tókum hristumyndirnar í Tívolíinu
-Áramótaskaupið
-þegar við Hlédís og Stína móðursystir, stóðum í skærbleikum bikiníum og stórrósóttum sundbolum í ísköldum kvennaklefa og sturtuðum í okkur bjór áður en við fórum út í laug
-þegar ég reyndi að drepa flugu í sturtu á Laugarnesveginum og rann til í baðkarinu...
-Hlédís
-þegar snjókallinn sem ég fékk einusinni að gjöf frá nemanda, hætti ekkert að spila leiðinlegt jólalag, þó ég væri búin að trampa á honum og henda honum nokkra metra niður í ruslageymslu
-Júlía Gúlía

7 comments:

Ragnar said...

Gledilegt ar min kaera :) gott ad heyra i ther somuleidis. godur topp 30 listi. mer er samt spurn hvernig tekst manni ad misnota 1 stk vesalings fugl svona grimmilega ? Andre mun verda knusadur, hafid thad gott tharna i Danaveldi

Gulli said...

Ég rétt líti af þér og þú ert byrjuð að blogga eins og ákaft og umræður í margræddum heitum potti...

Anonymous said...

ok...hver stakk hverju í hvern í þessum helvítis heita potti?

Bragi

Dilja said...

MinnLISTi
nr.1 Ragnar hvernig ferð ÞÚ að því að spyjra Möttu út í eitthvað sem viðkemur KLAUFASKAP og skilja ekkert í því hahahhaha!!!
nr.2 Matta viltu gjörussavel að koma mér og mínu nafni á e-n listann! Þá líður mér betur. hehehhe
nr. 3 ég hlakka svo til að fá þig aftur út og kemur þetta alveg beint frá mínu hjarta!!
nr.4 eftir að hafa lesið þetta þá skil ég sko alvöru afhverju þú sækir í sveitina *tárlekurniðurafvæmni* ég er sko lasin og þá verður maður svona meyr.
nr.5 mmm ég veit ekki meir jú það er æði að þú sért að skrifa svona mikið núna
nr.6 varst þú að hringja í mig úr e-u 434 nr?

þín Diljá

skuladottir said...

Verð að taka í sama streng og Diljá.. Við stjúpforeldrar þínir og stjúpsystir erum sjokkeruð að vera ekki á neinum lista... hehe... Hlökkum rosalega mikið til að fá stelpuna okkar heim.... Stórt knús

Héðinn said...

Elsku, elsku, elsku Matta. Ég ætlaði nú aðallega bara að láta vita hvað ég væri grobbinn yfir að vera í svona mörgum topp tíu atriðum hjá þér...Þetta voru líka minnisstæðar stundir fyrir mér. Fallegt blogg. (Vá, held ég hafi ekki verið svona væminn síðan vorið 1994...) Héðinn

Matta said...

Hæ Gunna mín, frábært að heyra frá þér. Ef þú ert með bloggsíðu, þá verðurðu endilega að gefa mér slóðina. Ég vil skohh fá að fylgjast með þér þarna í Belgíu.
Knús (og takk fyrir að skoða síðuna mína)