Wednesday, June 29, 2005

Ég er ekki

Síðustu dagar hafa einkennst af hinni týpísku sumarstemningu sem samanstendur af litlu öðru en flakki á milli landshluta, upppakki úr töskum og kössum, öls í bænum, útskriftarveislum, Austurvelli, hestaferðum, videóglápi og almennri gleði.

Ég er ekki að fara til Palestínu, eins og Hlédís
Ég er ekki að vinna í bát frá Stykkishólmi, eins og Júlía
Ég er ekki nýútskrifaður lyfjafræðingur, eins og Íris
Ég er ekki nýbúin að kaupa mér 7 manna bíl, eins og Þráinn og Æsa
Ég er ekki að fara á Þjóðhátíð, eins og Arndís og Una
Ég er ekki í sólinni í Árósum eins og Ragnhildur systir og fjölskylda
Ég er ekki á leiðinni til Ítalíu, eins og Sigga systir

En ég get bara ekki hætt að brosa!

Og hlakka alveg rosalega til að fá fjölskyldu mína, Hröbbu, Viktor og Viktoríu heim til Íslands!!!

3 comments:

Anonymous said...

hvernig væri að fara að heyrast - alla vega á msn...?

Sigurbjörg said...

Þetta var sætt.

Ég er ekki fótgönguliði.

Anonymous said...

er ástæðan fyrir brosinu kanski sú að þú ert einmitt alls ekki á leið til palestínu?? ;o)