Staður: Reykjakot
Persónur: Matthea og árásargjarn þröstur
Matthea, sem við skulum kalla M í sögunni leit upp í loft til að sjá hvort þessi skýjabakki færi ekki að þokast austur svo hún gæti uppfyllt loforð sem hún hafði gefið veikri móður sinni sem var á leið af landi brott. Nú skyldi M planta út nokkrum næpum í lítið beð rétt við fjölskyldugróðurhúsið. Skýjin voru á hreyfingu og allt útlit var fyrir að þetta hæfist hjá hinni síglottandi M sem er svo sæl og ánægð þessa dagana.
Eftir fáein andartök var M orðin skítug upp fyrir haus og raulaði fyrir munni sér á meðan næpurnar fóru ofan í moldina hver af annarri. Undirmeðvitundin hafði skynjað hættuna löngu áður en M kveikti á perunni, en hún hefði svo sem átt að vera á verði þar sem söngur fuglanna hafði breyst í hávært garg. Á einu augabragði steypti einn þrastanna sér niður úr nálægu tré og réðst á saklausa garðyrkjumanninn sem hélt að þrestir létu ekki svona eins og brjálaðar kríur. Fyrst hélt fröken M að þrösturinn hefði kannski bara óvart dottið úr trénu og næstum lent á henni fyrir slysni en svo var nú aldeilis ekki..ónei. Þrösturinn hóf árás með höfuð M að markmiði sem lukkaðist á þann hátt að M hljóp dauðskelfd inn í hús. Hún hringdi í Þ tvíburabróður sinn sem alltaf er með ráð undir rifi hverju..en hann sagði bara: "hún er bara að verja ungana sína, þú átt að virða móðureðlið"...
Ekki var þetta til að róa M sem náði sér í stóran, harðan frumskógarhatt og hélt að nú væru henni allir vegir færir. Þrösturinn hélt árásunum áfram og þar sem M var með fullar hendur af mold, freistaðist hún til að kasta nokkrum moldarkögglum í átt að þrastarmóðurinni (ekki mjög fallegt, en var gert í hræðslukasti) M hitti auðvitað ekki (hins vegar fóru nokkrir moldarkögglar inn í hálsmál M og niðrum það), en þetta var síst til að róa þröstinn...
Skemmst er frá því að segja að niðurröðun næpanna litaðist mjög af þessari árás (hver segir svo sem að allt þurfi að vera línulegt)!
Þessi sama fröken M drap í dag köngurló með þungri símaskrá...vonandi er drápseðlið þar með slokknað í bili!
5 comments:
Hahaha, þú ert svo fyndin!
Þú hefðir getað beitt tjaldsungameðferðinni á þá. Það virkaði vel síðast ekki satt?
HAAAAAAHAHAHAHA :D, ég væri til í að vera fluga (og ekki Þröstur eða kónguló) á vegg þar sem þessi M er að störfum
eru til myndir af þessu?
kv,
o.veigar
Ef ég væri orðin lítil fluga (NB fluga, ekki þröstur), ég eflaust myndi kitla nefið þitt.
Post a Comment