...að það yrði svona góð mæting í ömmufjörið okkar á laugardaginn
...að ég fengi fleiri stig fyrir að flauta en syngja í Singstarkeppninni okkar (soldið sjokk fyrir Skrám)
...að gamli maðurinn í Grasagarðinum myndi taka mynd ofan í hálsmálið á æstum "ömmum´" í ratleik
...að Vigdís myndi vinna í "Hæ gosa" keppninni okkar (enda gerði hún það ekki!)
...að Ásdís myndi beita fyrir sig þýskunni til að fá rennsveittan skokkara til að samþykkja myndatöku
...að Una myndi taka Franz Ferdinand lagið oftar í Singstar en hljómsveitin sjálf
...að edrúasta amman sæi fjórfalt undir lok kvöldsins
...að efnaskipti líkama míns væru orðin þannig að drukkin er ég í mínu eðlilega ástandi og því rann af mér með hverjum sopanum
...að ég ætti eftir að knúsa Hésann minn bless og labba svo í burtu með pilsið girt ofan í nærbuxurnar vegna fjölda áskorana!
...að ég ætti eftir að fá sömu pest og yndið mitt, Hlédís, og hósta upp blóði og óþverra næstu daga
...að ég ætti eftir að biðja um undanþágu til þess að láta klessa brjóstunum mínum í pönnuköku (sjá gamla færslu hjá Hlésíinni minni) í dauðaleit að meira krabbameini...
...að það væri svona sorglega stutt þangað til Ásdís mín fer af landi brott eins og Héðinn
...en samt er þetta allt satt !!!
4 comments:
ég segist oft vera að hlægja upphátt að e-u bloggi (eða á msn) en ég er það ekkert sko...
nú hló ég sko upphátt í alvöru!! og svo kom smá kökkur í kjölfarið... vá hvað ég sakna þín elsku matta. Hugsa um það á hverjum degi. Hlakka ógeðslega til að sjá þig í október og djö skal ég spara hlátursvöðvana þangað til.... I´ll need them all (eða mig vantar þá alla á íslensku sko)
ÉG á hana, ég á hana alla Möttu mína...
Hæ Gosi er asnalegt spil.
... það er töhöff að klessa á sér brjóstin!!!
Post a Comment