Tuesday, February 28, 2006

Þessir dagar!

Er eðlilegt
að standa í sakleysi sínu í röð í 10-11 þegar róni ryðst inn, plantar sér í beint fyrir aftan mann og þegar maður lítur við, þá andarvarpar hann af "fullum" krafti beint framan í mann!

Nei!

er þá eðlilegt
að hrökkva upp við að e-h ýti það fast á dyrabjölluna að hún festist inni (kemur fyrir þessa dagana) og þegar maður hleypur niður og ætlar að fixa helvítis bjölluna, þá kemur í ljós að þar stendur sami róninn og heldur að maður reki gistiheimili!

Nei!

Hvað er þá eðlileg við að maður bjóðist til að fletta upp á títtnefndu gistiheimili fyrir rónann og kalla svo götuheitið niður af svölunum því þrátt fyrir rónann í sjálfum sér, er maður soldið hræddur við róna almennt...!

Guði sér lof fyrir Hlés mína sem stóð sem einfættur klettur við hlið frænku sinnar í rónaraununum!

2 comments:

Anonymous said...

Hahaha, þú drepur mig einn daginn, því sem þú lendir í... Annars saknar Villingaholt þín, sérstakleg þar sem aðal villingurinn er að leika sér á Akureyri. EInu sinni hrækti á mig róni og sló á bakið á hnakkann á mér, að vísu í Frakklandi . Knús

Anonymous said...

Eg er buin ad vingast vid tvo rona i hverfinu minu. Einn byr undir brunni rett vid husid mitt og vid hofum lengi vitad af hvort odru en erum bara nyfarin ad heilsast. Hinn er nyr vinur. Hann hangir i tvottahusinu tangad sem eg fer med tvott. Er yfirleitt med bokkuna og godgladur en lyktar hraedilega. Tessir ronar!!!
Koss,fis