Tuesday, February 14, 2006

Fiskur á reiðhjóli

Oddný Sturludóttir, samfylkingarkona hlaut verðlaun fyrir að ferðast allra sinna ferða á hjóli. Ekki voru allir á eitt sáttir með réttmæti þeirra verðlauna þar sem hún býr í Þingholtunum og kostningaskrifstofa hennar er á Laugarvegi.
Það sýður á einum góðum vini mínum sem þeysir um á gráa fiðringnum sínum um allt og býr hann í Hlíðunum!!
Hann fær umhverfisverðlaun mánaðarins hjá vinkonu sinni, Mattheu. Til hamingju Frímann minn!
Kveðjuathöfn saumaklúbbsins Sleiks var haldin á Ítalíu í gærkveld. Dillý okkar tyllti niður tánni hér á landinu á leið sinni frá Danmörku til San Fran. Á meðan við skáluðum fyrir "afmælislíkamshluta" Diljáar, var brotist inn hjá mömmu hans Frímanns...ljótterðað!
Þorrablót helgarinnar var með eindæmum skemmtilegt. Öll systkini mín voru samankomin á blótinu, Ragnhildur, Þrási, Hlés og Arndís, Æsa og svo auðvitað Gísli bílstjóri.
Sumir tóku með sér svið heim á leið, aðrir stálu jakka!
Bara gaman að því!

2 comments:

Dilja said...

takk fyrir yndislegt kvöld mússahlússabjússan mín, alltaf ótrúlega gaman að vera í kringum þig!!!

kveðjur frá köben...bráðum sanFrancisco!

Gulli said...

spurningin er hvort Frímann sé í Samfylkingunni, því að á meðan Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er hápólitískur vettvangur, þá verða verðlaunaafhendingar smáborgar á hjara veraldar það líka...