Friday, February 24, 2006

Hver okkar á mest bágt...

...ég eða húsaflugurnar tvær og hrossaflugan sem liggja þurrsteiktar í loftljósinu í svefnherberginu mínu.
Jákvætt við þeirra aðstöðu: Þær enduðu líf sitt í sviðsljósinu og kalla á athygli augna minna þegar ég rýni upp í loftið= töff lík
Jákvætt við mína aðstöðu: Ekkert
Neikvætt við þeirra aðstöðu: Þær eru dauðar
Neikvætt við mína aðstöðu: Ég þarf að ná í stól, teygja mig eins langt og ég get, hugsanlega fara úr lið við það, skrúfa ljósið eða toga í það...ég man það aldrei og pirrast gífulega á þessu stigi ferlisins, sturta úr ljóskúplinum í ruslið (eða jafnvel í froskabúrið;), fara aftur til baka, aftur upp á stólinn, teygja mig og reyna að muna hvort helvítis ljósið sé skrúfað eða smeygt!

Það þarf ó svo sterk bein stundum til að vera hún Matthea

1 comment:

Anonymous said...

Maður þarf að hafa sig allan við til að missa ekki af bloggfærslu slíkur er dugnaðurinn hjá þér. Áfram svo! Sakna þín.