Tuesday, June 27, 2006

Krakkahelgi


Síðasta helgi var tileinkuð gullmolunum mínum þremur, Björk, Kötlu Þöll og Jökli þar sem við skemmtum okkur hressilega saman víðsvegar um landið!
Töfragarðurinn, Veiðisafnið, tívolí, sund, tjörnin (þar sem við vorum aðallega í því að fæða veiðibjöllurnar), bíó, leikir og grill voru viðfangsefni helgarinnar og sofnuðum við öll með candyfloss í hárinu.

Katla tjáði mér að þó að ég væri orðin fullorðin, myndi ég aldrei hætta að vera tvíburi..hún horfði djúpt í augun á mér og sagði að nú væri ég fullorðin, og bara stundum fullorðinsbarn!
Kannski hætti ég að vera fullorðinsbarn þegar ég hætti að segja "flugveldar" og sá lógigina í því að segja "flugeldar"...
Plís ekki segja Ásdísi og Héðni íslenskunörrum, en ég er að spá í að reyna að endurheimta barnið í sjálfri mér með því að fara að tala vitlaust!

4 comments:

Anonymous said...

Ég vill líka fá candyflos

Anonymous said...

Það ættu allir að eiga eina Möttu frænku!!! Heppin börn.

Hilsen frá Nice

Anonymous said...

Mér finnst þú reyndar ekkert fullorðin (meinast sem hrós, og þó ? )

Var annars að pæla eftir að þú kiktir á mig hérna á Öl áðan, hvað segist um svona SUMAR grillveislu, þýðir ekkert að bíða eftir sumrinu, verðum bara að redda þessu sjálf, getum fagnað sumri næstu helgi, svona áður en það er búið... what di U think ?

RAgnar

Anonymous said...

Sumar-grillveisla hljómar hrikalega vel í mín eyru...! Mjög góð hugmynd Ragnar minn og ég er sko til!
-Maður þarf heldur ekkert að vera fullorðinn til að grilla :)
Matta