Monday, June 12, 2006

Hvað eiga...

...hávært piss á Blönduósi, gervigæsin Helvítis fyllerí, fegrunaraðgerðir á kynfærum, Prófessor Herdís, lagið "fjólublátt ljós við barinn"...remixað og hringvöðvagloss sameiginlegt?
Allt saman (og svo miklu, miklu meira) voru þetta umræðuefni Akureyrarferðarinnar um helgina!

Í ferðinni:
-sönglaði Hlédís fyrir utan klósetthurð Möggu að hún heyrði í pissinu hennar..en vandræðalega stuttu seinna kom í ljós að Magga var alls ekki á klósettinu, heldur fullorðin kona sem nú hefur sennilega miklar áhyggjur að hún pissi óvenju hátt!
-komum við okkur svo vel fyrir á tjaldstæði Akureyringa að við komum upp badminton-og krikketvelli í þægilegum radíus frá tjöldunum okkar
-sofnuðu Hlédís og Gulli í sundi
-þjónaði gervigæsin Helvítis fyllerí miklu hlutverki sem almennur gleðigjafi
-fórum við í jólahúsið og smökkuðum hangikjöt
-var pókermót
-Komumst við að stéttarskiptingu norðlenskra garðsláttursmanna
-tók Gulli því með stóískri ró þegar býfluga nálgaðist hann
-settist kettlingurinn Woodstock Kóran (segist alls ekki hratt) að hjá okkur en nú á hann annað hvort heima á löggustöðinni á Akureyri eða hjá Guði
-fórum við í grillveislu aldarinnar til snillingsins Silju Báru..getið séð myndirnar hér
-Smökkuðum við framandi líkjöra í tugatali
-máluðum við bæinn rauðan
-var farið í "ég hef aldrei" og í ljós kom að margir "höfðu oft" ;)
-lærði ég að áhættusamt getur verið að skora á Tóta að skella bjór í grímuna á sér
-var alveg hriiiiikalega gaman :)






6 comments:

Anonymous said...

sjitttttttttttttt hvað þetta var gaman!!!!!!!!

vona innilega að konan taki ekki uppá því að pissa í olbogaspjótina á sér og segja lófann oní skálina.. eftir þetta komment mitt

p.s. góð mynd af mér :)

takk fyrir helgina elsku uppáhaldið mitt

-hlé

Dilja said...

er kötturinn að éta gubbið matta? úúúff
en vá hvað það hlýtur að hafa verið gaman, ég vil með NÆST!
ég er að koma heim á lau og þú ert á topp listanum mínum að hitta asap. Ég er komin með fráhvörf af þér kona!

Anonymous said...

diljá!!! hann er ekki að éta gubb.. við keyptum handa honum spari wiskas mat og nýmjólk!!!!

slátturmennirnir voru fljótir að slá burt allt gubb um leið og því var ælt ;)

-hlé

Silja Bára said...

takk fyrir heimsóknina, þið eruð snillingar öll saman! Sjáumst vonandi fljótlega - muna, versló heima hjá mér að pakka (líkjörunum í sig, öllu öðru í kassa!).
Svo ætla ég að linka svo ég muni slóðina þína;)

Gulli said...

Þetta var svo fullkomið... og Diljá, þú ert með. Pant!

skuladottir said...

Þú ert svo mikill snillingur.. Sakna þín SVOOOOOOOOO mikið.. Þú verður að koma í heimsókn..