Monday, July 31, 2006

Hvar hafa bloggdagar lífs míns litum sínum glatað...?

Orðrómur götunnar segir að sumarið sé tíminn... en ég hef það sterklega á tilfinningunni að þegar ég fer að vinna vetrarvinnuna mína eftir hálfan mánuð, sé það einmitt sumartíminn sem kemur til með að virðast sem dagur, ei meir! Tíminn fylgir ekki alveg minni klukku sem þarf að innihalda aðeins fleiri klukkustundir eins og hjá svo mörgum. Einn dagpartur hefur farið í Austurvallarhangs og það var eftir kl 17!! Veðrið hefur svo sem ekki verið að flækjast fyrir mér, en þrátt fyrir að sumarið hafi rokið framhjá mér hefur margt gerst og enn fleira framundan..
Í sumar:
-hefur landbúnaðarráðuneyti Íslands notið starfskrafta minna
-hef ég hringt á skrifstofu opinberrar stofnunar til þess að flissa að talanda símadömunnar
-átti Þórhildur mín afmæli

-er skottan væntanleg til landsins á næstu dögum, frá Ástralíu með litla ungann sinn í kengúrupokanum
-hef ég lagst í fjöruna við Gróttu og ritað í sandinn
-var grillað í Þjórsárdal
-datt Katlan okkar niður klett og brotnaði á báðum höndum
-hlustaði ég á Sigur Rós
-fengu kennsluhæfileikar (þolinmæði) mínir að njóta sín við að kenna afa á kasettutæki..það tók ekki nema 2 klst!
-voru gluggarnir teknir úr íbúðinni minni..og enginn að stressa sig að setja nýja í..hver þarf svo sem súrefni
-hef ég unnið upp ákveðna skuld og er nú á núlli skv. Héðni bókaranum mínum ;)

Í dag:
-á Arndísin mín afmæli!!!

-Mér finnst svoooooooooooo vænt um þig elsku frænka og myndi kalla ferfalt Húrra fram af svölunum mínum ef ég væri ekki nú þegar komin á dauðalista nágrannanna (eftir kveðjupartýið síðustu helgi)

5 comments:

Anonymous said...

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.. og þetta með afa þinn.. heheheh..

Þú ert algjör perla !!!


Hlakka til að hitta þig í kvöld :)

Kv, María

Thorhildur said...

Rosalega er 'eg alltaf mikil paeja.

Hlakka til ad sja thig!

Anonymous said...

Sammála með þetta sumar - ætlaði að gera svo margt en hef ekkert gert. Gott að heyra að skuldin sé á núlli, ég er hins vegar langt yfir! amlA

irusvirus said...

Hæ sæta. Hérnaaaa... ég er að spááá... ég kem til Íslands í kvöld.. varstu búin að tala við þá í ráðuneytinu um að ég fengi að sleppa við sótthví?

XXX
Drekaflugan

Anonymous said...

Sammála þér í tímaleysinu. Enn eitt árið þotið hjá án þess að maður nái almennilega að átta sig :o) Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku frænka.