Monday, July 03, 2006

Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns...

Í þau óteljandi skipti sem ég hef gengið fram hjá fallegasta húsinu á Laugarásveginum á leið minni um Laugardalinn, hef ég yfirleitt staldrað aðeins við, horft heim að húsinu og látið mig dreyma um að búa þarna. Ég hef séð fyrir mér hvernig húsið lítur út að innan, virt fyrir mér stóru gluggana og fallegu bílana á stæðinu.
Þegar við Helga nálguðumst húsið í göngutúrnum okkar í dag, breyttist draumur minn í blákaldan veruleika. Gömul kona reikaði út úr húsinu "mínu" og bað okkur um að hjálpa sér. Við héldum það nú og skelltum okkur inn til hennar. Mjög fljótlega kom í ljós að kona þessi var illa haldin af alzheimer og vissi hvorki almennilega í þennan heim né annan. Hún vissi ekki hvort hún væri að koma eða fara, hver byggi þarna með henni, hvort hún væri læst úti eða bara hissa á að enginn væri heima. Við Helga (Nightingale)tókum þá gömlu að okkur, hringdum nokkur símtöl þegar hún var búin að ákveða sig hvað dóttir hennar héti og hvar hún byggi, og sátum svo hjá gömlu þar til dóttirin kom heim. Sjaldan, ef nokkurntímann höfum við vinkonurnar þurft að endurtaka jafn oft staðreyndir um sjálfar okkur og eftir að hafa sagt 5 sinnum hvar við byggjum, létum við nægja að segja bara að við byggjum í nágrenninu.
Þetta var bara nokkuð skemmtileg tilbreyting á kvöldgöngunni og kannski við Helga förum bara að gera út á að kíkja við hjá gömlu ringluðu fólki sem leitar á náðir náungans í neyð!

2 comments:

Thorhildur said...

Þau voru ansi mörg með Alzheimer þar sem ég var að vinna og það er ekkert grín. Það er heldur ekkert grín að þurfa að selja konu með Alzheimer vikublað þegar það tekur korter að ákveða hvað er 50 cent!

Anonymous said...

Matta þú hefðir átt að nota tækifærið og láta gömlu konuna skrifa upp á afsal af húsinu og segjast hafa "keypt" það af henni fyrir löngu. Nei segi bara svona. Fallegt af ykkur að hjálpa kellunni. Kveðja Dröfn