Tuesday, January 30, 2007

Geislavirkur andskoti

Það sem varð til þess áðan að ég stóð hér í glugganum mínum, skríkjandi af kátínu var hann Gulli minn. Hann ávað að berja vinkonu sína augum og renndi hér í hlaðið og tókst ætlunarverk sitt...barði mig augum. Það sem meira var þá tók hann sína útgáfu af gjörningnum "Geislavirkur andskoti" sem var í vinnslu í síðustu geislun minni. Hann gekk hérna um túnið eins og vélmenni og ég er viss um að ég var ekki sú eina sem skríkti, heldur líka ábyggilega deild 12E, 13E og 14E ef því er að skipta. Takk fyrir okkur Gulli gullmoli

(nýjustu tölur frá Indlandi herma reyndar að þar í landi sé gjörningurinn Geislavirkur andskoti einnig í vinnslu, en varla er hægt að ætlast til þess að hann berist hingað fyrir utan gluggann minn fyrir frelsisdaginn mikla, fimmtudaginn)

-Og þúsund þakkir fyrir símtöl, komment, sms, pósta ofl.. ég á svooo gott fólk! Þó að íslensku handboltastrákarnir séu kannski strákarnir okkar, þá eruð þið fólkið mitt!!
ójá

8 comments:

Bragi said...

Við María höldum með þér, meira en íslenska landsliðinu í handbolta (og við höldum sko mikið með því)

Agusta said...

Hae Matta,
Kiki stundum a bloggid thitt og vildi bara oska ther gods bata.
Kvedja fra Manchester
Agusta Margret

Anonymous said...

Gott að þessu fer að ljúka og þú að komast út í fríska loftið :) Hefur örugglega glatt marga lasarusa á deildunum í kring að sjá Gulla vin þinn skemmt þér í gær - alla vega hefði ég viljað sjá þetta hehe ....
Vona að þú getir svo haft það gott um helgina og að verkamennirnir taki sé gott helgarfrí fjarri blokkinni þinni.
Knús og kossar Harpa

Gulli said...

Hæ hæ, ertu nokkuð búin að kynnast þessum sæta á 12E? Það væri svakalega gaman að hitta hann aftur - veistu hvenær eru heimsóknartímar þar?

Silja Bára said...

elsku Matta, vona að það sé rétt hjá litlu vinkonu þinni að þú hafir slitið krabbann úr þér - ég ligg sjálf í rúminu með leiðindapest og fékk líka heimsókn frá Gulla. Hann hefur verið á veikindavaktinni í gær - ég fékk samt ekki að sjá gjörning, nema hvað hann var fljótur að gleypa kúlurnar sem voru á borðinu...
Sendi þér baráttuorku! Láttu þér batna og hlakka til að sjá þig:)

Anonymous said...

baráttukveðjur!
o.veigar

Anonymous said...

Báráttukveðjur til þín elsku Matta. Þú ert alltaf jafn yndisleg og fyndin, hvort srm þú ert úti á meðal okkar hinna eða í einangrun á 12 E
Vonandi hefur þú það sem allra best og við hittumst vonandi sem fyrst : )
Knús og kram
Hulda hús

Anonymous said...

Hæhæ Matta mín :0) Rambaði hér inn og ákvað að skilja eftir mig kveðju ;) Gangi þér vel ... Baráttukveðja
Agnes Guðnad.