Monday, April 30, 2007

Það er komið sumar...

Hæ hó og jibbí jei!!!
Já þótt krækiberið Matthea sé kannski enn í helvíti þýðir það sko ekki að það sé aldrei neitt að gerast!
Á sumardaginn fyrsta komust gullmolarnir mínir í 8. bekk Öskjuhlíðarskóla í fullorðinna manna tölu og játuðu trú sína frammi fyrir guði og mönnum. Stolt ættingja kennara og vina var áþreifanlegt í kirkjunni þennan frábæra dag því allir stóðu sig með sóma :)
Ekki hefur bara ríkt gleði á bænum því fyrir nokkru andaðist Jónas annar, grænn og slímugur lífsförunautur minn sl. eina og hálfa árið. Í bíómyndunum leggjast gæludýr oft nálægt eigendum sínum, horfa stoltum augum á húsbændurna, glaðir með trygglyndið í gegnum tíðina...
En ekki froskurinn minn...ónei
Hann bólgnaði upp á fótunum og þeir urðu svona mygluloðnir og ógeðslegir. Svo flaut hann við vatnsyfirboðið og hreyfði sig hægt og rólega þar til hann stífnaði upp og fór yfir móðuna miklu!
Ég var ekki sein á mér, útbjó líkkistu úr cheeriospakka og svo var brunað austur í Ölfus þar sem uppþornuðum prinsinum mínum var komið undir græna torfu! Gunni og Viktor báru kistuna og grófu holu en ég smeygði tannstönglakrossinum niður í mosann.
Nú er Hrollaugur Bósi einn eftir í búrinu og gerir sér dagamun með því að hleypa öðru hverju umfrymi út um bakið á sér.. af hverju keypti ég mér ekki bara kött á sínum tíma!!

Hún Hlédís mín og Sigrún Ósk koma heim eftir 2 daga (eða næstum bara einn) og það gefur mér ástæðu til að garga svo hátt að undirtekur í blokkinni...Húrra, húrrra, HÚRRAAAAAAA!!!

Bless í bili

5 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku moli! Samhryggist innilega, þú hlýtur að vera mjög langt niðri...sendi baráttu strauma. Mér finnst að við eigum að fara að hittst, sakna þín mjöööög svo mikið. Knús frá Hringbrautinni:)

Anonymous said...

Vá hvað þú lítur vel út Matta :)
og já jibbí jej sumarið loksins farið að láta á sér kræla
Love Harpa

Anonymous said...

Samhryggist þér Matta mín vegna græna slímuga vinarins. Hlakka svo mikið til að hitta þig og alla hina í lok Maí á Laugarvatni!! Kveðja Dröfn

María said...

Votta þér mína dýpstu samúð...


Sakna þín og hlakka til að hitta þig sem fyrst :)

Kveðja,
María

Anonymous said...

það er amk ekkert að gerast á blogginu þínu....snökt snökt