Saturday, April 07, 2007

Lífið eftir þrítuginn


Þetta er hin súperhressa (enda á nýjum og öflugri lyfjaskammti) Matthea sem þarna situr á Austur Indíafjelaginu og fær sér vatnssopa með tilþrifum. Matthea er eymingjabloggari. En þrátt fyrir þá staðreynd er hún nokkuð hamingjusöm þar sem veraldlegir hlutir gleðja hana mikið og þegar þessi mynd er tekin er hún stoltur eigandi Ipods og nýrrar stafrænnar myndavélar. Allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga kallar fram bros á vörum kjellingarinnar. Hún hefur þó líka gaman af ferðalögum (eins og sönnum fegurðardrottningum sæmir) og hefur því skellt sér upp í bústað um páskana, vestur í Staðarsveit og á skotæfingasvæði suðurlands. Svo þvær hún á milljón í nýtengdu þvottavélinni sinni (takk elsku Gunni minn) og dansar um hreinu stofuna sína (enda á nýjum og öflugri lyfjaskammti eins og áður sagði)...
Já þegar vinir manns yfirgefa mann til framandi landa hefur maður bara um sjálfan sig að tala og það getur verið sorglegt eins og þessi færsla ber vitni um...ENNNN
í dag kemur Helga heim úr Ástralíureisu sinni og svo er Hési minn í Íslandsskreppi á morgun.. og gárungarnir halda því fram að danadrottningarnar Þórir og Kiddi séu jafnvel á klakanum..víííí
Já og takk svooo mikið fyrir öll kommentin sem fleyttu mér og okkur tvibbunum inn í þrítuginn.. fannst vænt um þau !

4 comments:

Anonymous said...

Sæl Matta!
ég var farin að örvænta yfir bloggleysinu hjá þér. Ólíkt þér þá þarf ég ekki lyfjaskammt til að vera súperhress heldur bara að lesa bloggið þitt og það kemur manni alltaf til að brosa. Kveðja Dröfn

Anonymous said...

Svona meðferðir og lyfjaskammtar hafa greinilega góð áhrif á útlitið. gott að frétta af þér, gæskan. hittumst hressar 26. maí á Laugarvatni. Hitti svo Ásdísi á morgun í London - vonandi. Eyrún

Anonymous said...

Hæ Matta mín!!!!

Ég hef ekki kíkt hér í laaaaaangan tíma en er glöð yfir því að sjá nýlegar færslur :)

Hjartanlega til hamingju með afmælið um daginn, seint kemur kveðjan en kemur þó :)

Soffía

Herra Þóri said...

Hvernig er það eiginlega, þarf maður að panta tíma til að fá að hitta frú Möttu?