Friday, November 30, 2007

Ásdís og Sigrún

Þetta er meistari Ásdís! Jább, þessi eldklári hvítvínsþambari, rúllaði upp eitt stykki mastersgráðu í London og fær hún allar mínar hamingjuóskir með það! Júhúúú
Og hér er ekki síðri meistari á ferð. Þetta er hún Sigrún Ósk. Þessi elska hefur auðgað líf mitt verulega síðan ég kynntist henni og yljar minningin um kindarjarm hennar, mér á síðkvöldum. Sigrún, er annar tveggja yfirlístra stuðningsmanna minna á meðan á einangrun minni stóð í janúar og nú er komið að mér að styðja hana. Í kvöld tekur hún þátt í Útsvari fyrir Akranes, og að sjálfsögðu verður poppað á þessu heimili ;)
Sigrún, þú massar þetta!!!

5 comments:

Asdis said...

Ástarþakkir fyrir það....hélt þetta myndi ekki hafast þar sem ég stóð örvæntingarfull í náttbuxunum út á götu með tölvuna í fanginu á allra síðustu stundu :-) Og til hamingju Sigrún, glæsileg frammistaða í gær!!
x
fís

Anonymous said...

ég vissi alveg að hvítvínsþambarinn myndi hafa þetta, stórglæsilegur árangur hjá þér Ásdís MSc mín þú getur allt sem þú ætlar þér!!!!! Helga

Anonymous said...

innilega til hamingju ásdís mín!!!!! frábært hjá þér!!! .. og hjá ykkur báðum..

og phahahahaha... við nánari skoðun á myndinni af sig þá má sjá vitleysinginn mig múnandi bak við... já maður er þroskaður ;)

-hlé

Sigrún Ósk said...

Hehehe, þú ert náttúrulega bara sæt fröken Matta!! Takk, takk og takk.

Mér fannst ég líka eitthvað skrítin á þessari mynd! Gat sagt mér sjálf að það væri af því ég er með rass í hnésbótunum ;)

Anonymous said...

Elsku Matta mín.

Vona að þú sért ekki búin að gera út af við þig að kaupæði og skúringum. Mátt bara ekkert vera að því að blogga. Guð gefi þér og þínum yndisleg jól og gæfu á nýja árinu.

Knús og kveðja,

Gyða Björk og grislingarnir