Wednesday, July 09, 2008

Ellismellur

Eins og mig grunaði eru allir hættir að kíkja hingað inn á þessa löngu dauðu síðu mína, svo mér ætti að vera óhætt að setja inn reynslusögu sem átti sér stað í gær.
Við Helga skelltum okkur í göngutúr í gær (soldið kellingalegt). Þegar við vorum búnar að labba einn hring í kringum Rauðavatn, ákváðum við að fara annan (soldið kellingalegt, enda ekki hægt að afsaka sig með því að langa til að sjá útsýnið í seinna skiptið, meira svona tilraun til björgunarhringjaeyðingu!). Þegar við vorum í miðjum umræðum um fjármál heimilanna (soldið kellingalegt), sáum við lítinn strák sem var að reyna að hjóla með mömmu sinni. Við brostum til hans (soldið kellingalegt) og tókum frammúr þeim. Þá skall það á okkur...þessi barnalega, heiðarlega og opinskáa spurning litla stráksins sem hann kallaði út í kyrrt loftið "Eruð þið leikskólastjórar??"(Hrrrriiiiiikalega kellingalegt)
Úffffff

9 comments:

Anonymous said...

Ég skoða síðuna þína Matta mín. Skemmtileg reynslusaga.
Til hamingju með foreldra þína, það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur úti.
Það væri gaman að sjá þig í sumar.
Kveðja,
Bryndís

Anonymous said...

Halló! til hamingju með gamla settið. Ég kíki alltaf reglulega á síðuna þína!! og hef endalaust gaman af því að lesa bloggið þitt. Heldurðu að þetta hafi ekki bara verið hrós hjá litla stráknum þarna í kellingalegu göngunni? Kveðja Dröfn

Hulda said...

Ég fylgist reglulega með þér Matta mín og finnst alltaf jafn gaman að lesa :) Skilaðu hamingjuóskum til mömmu og pabba, þetta hefur greinilega verið frábær ferð til Hollands :)
Knús Hulda hús - Matta mús :) manstu.......
Ef þið Gunni eigið leið um Selfoss endilega kíkið við ok.

Anonymous said...

Ég fæ alveg kjeeeeellingahroll......
Helga

iris said...

Ég er alltaf að tjékka á síðunni þinni og elska það þegar það er komið nýtt blogg!

Langar að fara að hitta þig ;)


Knús Í r i s

Anonymous said...

Mú ha ha. Leikskólastjórar! Ég hló upphátt.

Og ég kíki eiginlega aldrei á síðuna þína...

Unknown said...

Partur af deginum að kíkja á síðuna - þú ert kaffibollinn minn:)
alma ýr

Bragi said...

enda eruð þið kellingar

Sigurjón V. said...

Mwahahahaha!