Monday, July 14, 2008

Spegill sálarinnar???

Stundum furða ég mig á þeirri kaldhæðni alföðursins að hafa ekki séð til þess að ég, fyrir 31 ári, kæmist ekki lengra í þróunarsögu lífsins, en beint í lakið í svefnherbergi foreldra minna...

Nokkrar manneskjur (ég segi nokkrar af því að það hljómar betur en "mamma og pabbi") hafa á ævi minni sagt að þeim finnist ég fullkomin. Þótt ég hafi nú ekki sannfærst, þótti mér notalegt að heyra þetta en það er eins og lífið hafi gert það að markmiði sínu að sanna að þessar manneskjur hafi rangt fyrir sér!
Það er óvinnandi verk að fara að telja upp alla galla mína hér á þessu bloggi, en langar mig þó að deila með ykkur nýjasta kvilla Mattheu.
Þegar bílar eru ekki að keyra á mig, eða krabbamein að læðast aftan að mér, fæ ég hrottalegt ofnæmi. Ekki bara fyrir frjókornum, heldur útbrot og kláða um allan líkamann vegna ódýrs þvottaefnis. Innkirtlar hafa verið fjarlægðir einn af öðrum og munnvatnskirtlar stíflast svo annars lýtalaust andlit mitt fær á sig lögun rassgats.
Margir sem ekki þekkja harðjaxlinn Smattheu, halda að ég sé svo viðkvæmt blóm að ekki megi tala um styrkingu Nasdaq vísitölunnar án þess að ég felli tár. Einnig hafa heilög tár fossað af mínum hvarmi á óheppilegum stundum eins og foreldraviðtölum ofl. Allt þetta án þess að sálin verði þess vör.
Já, í dag fékk ég sem sagt læknisfræðilega skýringu á daglegu táraflóði mínu.
Líklega hefur önnur geislajoðmeðferð mín, ef ekki báðar, séð til þess að þurrka upp slímhúð mína á þann hátt að meðan aðrir geta starað í 15 sek. án þess að blikka, get ég í mesta lagi 6 sek.! Þetta er mikilvæg staðreynd sem þið vissuð ekki um mig en vitið nú. Hah!
Ég er með eilífðar x-leyfi á allar störukeppnir héðan í frá.
Þar sem þetta er ólæknandi en mögulega hægt að slá á þetta með gervitárum og augndropum hvers konar, þarf ég viðbyggingu á lyfjaboxið mitt, spes fyrir augnsvæði hinnar annars fullkomnu Mattheu.
Til að klekkja út vonlausa stöðu mína í baráttunni við þurrkubletti augnanna bað læknirinn mig að vera nú duglega að blikka...hratt, oft og miiikið til að halda augunum rökum!
Akkúrat það sem vantaði upp á flekklaust útlit mitt og framkomu.
Einmitt!!!!!

10 comments:

Anonymous said...

Matta þú ert bezt! Lov jú :)

Luv, Una

Anonymous said...

Mér finnst þú fullkomin!!!!
Helga

Anonymous said...

Mér finnst þú líka FULLKOMIN og fullkominn vinur Emmið mitt
Kv. Joð

Anonymous said...

Ég veit líka að þú ert fullkomin, eða eins fullkomin og ein manneskja getur verið. Þrátt fyrir táraflóð þá ertu líka með einhver þau allra fallegustu augu sem ég veit um. Luvya. Þórhildur.

Anonymous said...

Þú ert Yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og þú hefur alltaf verið það, langaði að skilja hér eftir mig nokkur spor, lít hér reglulega inn, og ég tek undir með þessum sem skrifuðu hér fyrir ofan, þú ert Fullkomin, algjört Æði
Sakna þín**
hafðu það gott gullið mitt

Sumarkveðja
Ragga


http://haukadis.blogcentral.is

Anonymous said...

Hvaða helvítis væmna kjaftæði er þetta? Og ég sem kíki aldrei á síðuna þína!

Sigurjón V. said...

Það er gott að vita að þú ert jafn ófullkomin og við hin Matta mín. Á ég kannske að lána þér beinagrindarbolinn sjálflýsandi? Hahahaha!

Kv. Sigu(r)jón

Anonymous said...

Hehe Matta mín! ég er fegin fyrir þína hönd að þú skildir hafa bloggað um þetta blikk þitt. Hef oft furðað mig á því hvurslas daðrari þú er við allt og alla, alltaf blikkandi fólk!! En hér er komin skýring á þessu öllu. Ég held að það sé alveg sama hversu marga "galla" þú finnur á sjálfri þér..... fyrir mér ertu alltaf fullkomin og ein frábærasta manneskja sem ég hef kynnst fyrr eða síðar. Hafðu það súper gott gæskan. Kveðja Dröfn

Anonymous said...

Takk svo mikið!

Græt :-/ af gleði yfir fallegum orðum.

Kyssí kyssí
Matta

Anonymous said...

Er okkur að takast að sannfæra þig? Þú ert flottust og bestust elsku Matta mín. Sjáðu bara hvað þú ert vinsæl, allir elska þig.

Heiða