Monday, July 21, 2008

Sambúð A og B

Manneskja A, sem við skulum kalla Möttu, er veik. Henni er illt í haus og maga og líkamshitinn er í hærra lagi.
Manneskja B, sem við dulnefnum nú Gunnar, honum til verndar, kemur alla leið frá Selfossi til að stjana við manneskju A. Hann færir henni grillaðan kjúkling, leyfir henni að vinna í spili og googlar fjöldan allan af fyndnum videóklippum af netinu, liggur við hlið A með tölvuna í fanginu og leyfir henni að hlæja hátt uppí eyrað á sér. Allt saman í þeim tilgangi að láta manneskju A líða örlítið betur. Sem henni gerði líka.
Rétt fyrir svefninn ákveður manneskja B að hugsa sér mann. Manneskja A sem er keppnis, gat giskað á Whoopi Goldberg, Samuel L. Jackson, Fidel Castro og Sylvester Stallone þegar kemur að síðasta leiknum, enda A og B að verða ansi þreytt. Manneskja A byrjar að giska, ákveðin í að nú skuli hún massa leikinn og svífa svo inn í draumalandið, ánægð með gott dagsverk ;)
Nema, eftir gisk, heilabrot og hárreytingar fram á nótt og loks uppgjöf, kom í ljós að manneskja bévítans B, hafði hugsað sér Vaclav Havel fyrrverandi forseta Tékklands!!!!!!
Manneskja A vonar að ef hún þarf að æla í nótt, muni eitthvað slettast óvart á manneskju B!

12 comments:

Anonymous said...

HaHaHaHa

Anonymous said...

Æ gleymdi að segja hver væri að hlæja að þér....

kv. Jónas

Anonymous said...

Þú ert fyndnust í heimi

Heiða

Anonymous said...

Láttu þér batna!

Anonymous said...

Gleymdi að kvitta.
Kveðja,
Bryndís

Anonymous said...

ok þetta er verra en Páll Skúlason háskólarektor..... Gunni og Ásdís ættu að leika þennan leik saman!!!!
Helga

Anonymous said...

Bæjarfógetinn Bastían og Pálína-na-na? Takk fyrir sms-ið. Það vakti mig klukkan 4 um nótt.

Anonymous said...

Er þetta afmælisbarnið sjálft sem vaknaði kl.4 um nótt??

úps var svo æst að óska þér til hammó að ég gleymdi að hugsa á áströlskum tíma :-/

Sýnir best hvað mér finnst vænt um þig :-D

P.s. Varst það ekki þú sem hugsaðir þér "Pálínu-nu-nu" í laginu?? Hvernig er hægt að hugsa sér hana, það eina sem maður veit um hana er að "það eina sem hún átti var saumamaskína-na-na" Jú og að "kjerlingin var lofuð og hann hét Jósafat, Jósafat-fat-fat"...

Saknaþín
-Matta

Anonymous said...

Æ, gleymdi að þakka ykkur hinum fyrir kommentin. Takk!

Og Bryndís, vááá hvað er langt síðan við höfum hist..pant fljótlega!

Kv. Matta

Anonymous said...

Pwahahahaha, þið eruð svooo uppáhaldsparið mitt:)
Knús,
Alma Ýr

Anonymous said...

Hahaha! Mér finnst þú eiga góðan að Matta mín :) Var ekki örugglega Eiríkur Hau með í leiknum ;)

Sigrún Ósk said...

Hahahaha!! Þetta slær öll met. Man að við ræddum einhvern tímann svona ómennsku. Eins og til dæmis þegar Jón Þór hugsaði sér Ingvar Helgason. EIMMITT!!

En hvað er með gjöfina? Var ég búin að segja þér að ég keypti gjöf? Hey, ég keypti doldið handa þér í útlöndum! Og svona rétt í lokin þá áttu gjööööf hjá mér :)

Kveðja,
Sigrún með gjöfina

p.s. Ef þú átt leið um Skagann þá áttu gjöf hjá mér.