Tuesday, May 31, 2005

Heim

Einhvernveginn finnst mér tíminn líða svo hratt eftir að ég kom heim að mér finnst einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir...
Þegar ég slökkti á tölvunni minni (eða lífæð minni sem gaf mér von um líf fyrir utan Skjoldhoj ;) og fór til Köben grunaði mig ekki að ég ætti eftir að:
-bera dýnu á hausnum, ásamt Írisi um götur Kaupmannahafnar og taka nett dansspor í leiðinni
-sjá Hésann minn kaupa dagskort í Tívolí og eiga þar frááááábæran dag með honum (skulda honum víst 7 jiddískar bakaríisferðir og 11 evrópskar ljósmyndasýningar til að bæta honum upp barnalegan dag í Tívolíinu)
-fara til Malmö, sötra bjór í hitasvækju og enn og aftur að láta Hárliðann minn koma mér á óvart með nýjum hliðum á sér = besta stund lengi
-borða stolna súkkulaðiköku með þremur gullmolum
-sötra rauðvín í flugvélinni þar sem ég sat ein og brosti hringinn
-fara með klámvísu fyrir leigubílsstjóra svo hann tæki ekki eftir því að ég sullaði í bílinn hans...
-sjá 7 ára hörkutól bretta upp ermarnar á sparidressinu sínu og kafa með höndina upp að olnboga inn í kind til að ná út lambi, þurrka sér svo í ullina og skella sér á skólaskemmtun
-reyna að loka ruslapoka sem innihélt m.a blautan klósettbursta, beygja hann óvart og fá gusuna yfir mig alla þegar ég sleppti honum...
-missa af saumó hjá Júlíu og geta því ekki kvatt Hröbbu Ósk-amóður mína :(
-kenna 2.bekk mannasiði, fánareglur og rím (og kannski e-h aðeins meira)
-ég yrði svona fljót að flytja aftur á Laugarnesveginn...þökk sé Þráni mínum og Óðni (jú og auðvitað Fésí minni líka)
-lífið væri svona ótrúlega skemmtilegt!

8 comments:

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir said...

Gott að heyra að þú ert komin heim og ert ánægð, ýmislegt gerst hér síðan þú fórst en mér skilst þú sért búin að frétta af því ;) Hlakka til að sjá þig í sumar á Íslandi. Knus frá Árhúsinu

Anonymous said...

Iss, lífið er nú ekkert skemmtilegt. hahahahahahahahah
bragi

Anonymous said...

Það er svo skemmtilegt að flytja, jey jey jey, annars enn og aftur takk fyrir síðast, alveg ótrúlegt kvöld, og leigubílstjórinn-magnaður andskoti, hahaha

Anonymous said...

Ástralía saknar þín buhuhu

Anonymous said...

dr.slefan skrifar..... það er alltaf gott að koma heim.....þín er samt sem áður sárt saknað úr fjárhúsunum..... hafðu það himmnekst ezkan mín..... og við sjáumst svo í ágúst molinn minn.....

skuladottir said...

Oh hvað ég hlakka mikið til að hitta þig dóttir sæl.. Styttist í þetta elskan.. Hafðu það rosa gott.. Stórt knús frá Hröbbu múttu

Anonymous said...

ohh mikid er nú gaman ad tér lídi sona vel..

Hlakk til ad hitta tig í sommer..

verd hjemma frá 4 -28 júlí

Matthildur

Herra Þóri said...

Hver stelur súkkulaðiköku? Jeminn eini!