Monday, June 06, 2005

Það var svo heimilislegt...

...á laugardaginn þegar Gulli og Héðinn slóust um framsætið þegar við rúntuðum ásamt Ásdísi á Hvolsvöll til að hitta Eddu Héðinsmömmu sem bauð upp á kaffi og köku. Líka þegar við hlustuðum á "litlir kassar" og sungum með, vindurinn við Urriðafoss og grillið og rauðvínið á pallinum í Reykjakoti. Ísbíltúrinn, þegar Héðinn hneykslaðist á kvikmyndasmekk vinkonu sinnar fyrir að fíla ekki Voksne mennesker í botn. Þegar krem og sjampóflóran hennar Hlédísar var komin í hillur, þegar við Ásdís og Gulli skoðuðum frosna fiska á sjómannadaginn, þegar Hlédís og Þórir hringdu frá Köben um miðja nótt eða snemma morguns (já þið voruð hress gullin mín) en heimilislegast af öllu var að ganga langleiðina heim á Laugarnesveginn eftir djammið með Ásdísi sem var klædd í vettlinga yfir berar tásur, með kaldar franskar í poka og sítrónutopp og fá engann leigubíl í skítakulda...

Beima er hest!

4 comments:

Anonymous said...

Alveg rétt, hljómar mjög heimilislegt. Ég er loksins flutt og nú er bara að bretta upp ermar og skella sér í þrif og málningu, var ekki mikið fyrir tuskur og ajax fyrrum leigjandi íbúðarinnar! En ég er mjög spennt:) Hlakka til næsta djamms...amlA

Anonymous said...

Hó úr dlátri! Beima er hest! Hedinn

irusvirus said...

Vá, það liggur við að mig langi til Íslands.

Anonymous said...

Já, það er gott að sumir lifa athyglisverðu lífi. Ég er að byrja aftur í vinnunni í fyrramálið kl. 6:45. Stuð og læti!