Tuesday, October 04, 2005

Hafið þið...

...svo ógeðslegt baðkar í íbúðinni ykkar að þið getið varla hugsað ykkur að stíga ofan í það til að fara í sturtu?
...áveðið að kominn væri tími til að mála baðkarið (eins og síðustu eigendur hafa greinilega gert, án þess að hugsa út í hversu rosa vandræðum þeir væru að koma næstu eigendum í)?
...reynt að kaupa baðkersmálningu í Húsasmiðjunni og verið sagt að það sé ekkert mál, það sé bara mánaðar vinna og með málningunni fylgi videóspóla með leiðbeiningum (mikið að maður þurfi ekki að fara í baðkersmálningaræfingabúðir til Kína í 3 mánuði)?
...ákveðið að kaupa pottamálningu til að mála baðkerið?
...farið inn í málningarvöruverslun og logið ykkur svo í hnút með því að segja að þið ætlið að mála pottinn ykkar því þið eruð svo viss um að það verði valtað yfir ykkur ef þið viðurkennið að þetta er fyrir baðker?
...haft kost á því að kaupa hvíta málningu (sem væri tilvalin inn á mitt baðherbergi) en verið búin að ljúga að þið hafið bara ætlað að bletta sundlaugarbláan pott (til að þurfa ekki að kaupa málningu fyrir 12 manna pott þegar þið eruð aðeins með eitt baðker í huga)?
...gengið út með sundlaugarbláa pottamálningu eftir að sjarmerandi sölumaðurinn hafið ráðlagt ykkur að fá ykkur frekar nýjan sundbol en prófa hvíta málningu á pottinn, ef þið viljið breyta til???

...ekki ég heldur (roðn)

11 comments:

Anonymous said...

Tharna tekki eg stelpuna mina! Hedinn

Anonymous said...

Ehemm...hefði ekki verið auðveldara að kaupa sér bara nýtt baðker?
Bragi

Anonymous said...

Skemmtilegt hvað allir þessir útlendingar eru hrifnir af síðunni þinni.
Bragi

Anonymous said...

Elsku Matta mín þú kannt sko að redda þér og hefur alltaf gert : )

Anonymous said...

Þú ert hálfviti!!!

hahaha!

Miss Marsibil said...

hahaha... þetta er með því betra bara, dáist líka að þessum útlendingum - kunna greinilega gott að meta... eða hvað? hehehe

Gulli said...

Ég ætla ekki einu sinni að commenta á þetta!

Anonymous said...

heheheheheh ... ég var svo heppin að fá söguna beint í æð úr síma, mjög fljótlega eftir að hún átti sér stað....múhahahah.

sigga hitti naglan á höfuðið þegar hún sagði "hálfviti" !!!

samt pínku cool að hafa sundlaugarblátt baðkar...ég vill ganga alla leið og setja línur í botninn...

love you
-hlé

Dilja said...

mattie fattie, þú kemst ekki einu sinni fyrir í baðkarinu þínu elskan mín. Tilhvers að hafa það töff?

ps. er mætt á svæðið, er möguleiki á date með fröken sunlaugarblárri?

Dilja said...

pps. míns er komin með 2 þætti af Despó nr.2. Tempting?

Anonymous said...

Jeminn allt að gerast!
Komment á útlensku, Dillí mín komin til landsins svo ég tali nú ekki um despóþættina!!!
Takk yndin mín öll stór og smá (þegar ég segi stór er ég náttúrulega bara að meina þig Diljá mín og með stór meina ég auðvitað á þverveginn :)
Allir sem vilja eru velkomnir í "Baðið bláa baðið, hugann dregur, hvað er bakvið ystu sjónarrönd..."
Góða helgi
Matta