Thursday, February 23, 2006

Hrollaugur Bósi og Jónas (í hvalnum) II

Ég gekk (ekki þó í hægðum mínum) á hlaupabretti í Laugum í gærkveldi og velti því fyrir mér hvort strákurinn við hliðina á mér vissi af því að hann gargaði og tók fyrir andlit sér þegar Chelsea stóð sig ekki gegn Barcelona á skjánum fyrir framan hann. Ég var að spá í hvort ég ætti að flissa inní mér að honum þegar ég áttaði mig á því að sjálf var ég svo niðursokkin í skautadansinn á næstu rás, að ég var alvarlega farin að velta því fyrir mér hvort skautadansmeyjarnar lentu aldrei í því að vera akkúrat á túr á stórmótum. Kjólarnir bjóða ekki beint upp á það að fela dömubindi eða spotta af túrtappa...og það hlýtur að vera óþægilegt að klóra sér í eyranum með tánni á fullri ferð á skautasvelli ef maður (kona) er með álfabikarinn.
Ég veit alveg að það er hægt að stjórna blæðingunum með pillunni..en sumar eru svo ungar, sem veltir upp annari pælingu, hvort þær fari á pilluna bara til að vera ekki á túr á stórmótum.
Æ ég hætti allavega hlaupunum (labbinu) áður en ég komst að niðurstöðu!

Jónas minn vann froskanafnasamkeppnina með nöfnunum Hrollaugur Bósi og Jónas II (sem er prins í álögum). Albínóinn er sjálfskipaður Hrollaugur, er hrollvekjandi og býr í laug.
Takk þið öll yndin mín fyrir tillögurnar, þær voru allar góðar og aldrei að vita nema ég fái mér fleiri dýr (ekki samt áður en ég kaupi mér flugmiða Héðinn) og leiti þá í nafnabankann :)

2 comments:

Anonymous said...

neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!

trúi ekki að ég hafi misst af nafnakeppninni...
mig langar að skíra þá kit & kat... eða newton og platon... eða hlé og dís... eða hvítur og grænn... eða þessi og hinn... eða óþarfi og peningaeiðsla ;)

hlakka til að hitta þig á morgun.

ást - hlé

Anonymous said...

hahahaha tú ert svo mikid yndi..

Thær eru allar svo helvíti mjóar ad thær eru bókad ekkert á túr..

En Matta... ég er doldid vonsvikin ad thú skulir ekkert vera á leidinni til mín /okkar..

Áttu gódan dag mús..

Kv
Matthildur