Tuesday, February 21, 2006

Loksins gerðist það

að barnaskapur minn og peningaráð færu illa með mig. Ekki svo að skilja að þetta sé í fyrsta skiptið, en núna birtist geðveikin í formi tveggja froska (annar er albínói). Ég skrapp í gullfiskabúð fyrir helgi og gekk út hálftíma seinna með fangið fullt af froskadóti ásamt prinsunum mínum sem settir voru í poka. Þeir þykjast alltaf vera dauðir þegar ég tala við þá (surprise!) en stökkva svo á mig þegar ég skipti um vatn...sem endar með því að íbúðin og ég erum á floti!
Ef einhver kann skemmtilegt froskanafn, þigg ég allar hugmyndir (Héðinn það er bannað að segja Flus eða Húnbogi!)

-og hvernig stendur á því að síðasta færslan mín datt út!
Arg

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með börnin! Gleymdir alveg að segja mér frá þessu í gærkveldi. Hvað með Elín og Björgvin, eða Álfheiður og Friðbjörn, þ.e.a.s. ef þetta eru karl og kona.
Ást, Alma

Soffía said...

Ertu búin að prófa að kyssa þá?? ;)

Dilja said...

BOBBY & JR!!!!
ps. nýja vinkonan mín hérna í ammríku er bara frekar grönn;)

Gulli said...

Froskar? Ég get ekki einu sinni átt hamstur því mér finnst það svo subbulegt...

Anonymous said...

Er ekki tilvalið að skýra allavega annan þeirra í höfuðið á litlu frænku þinni sem skýrði belju í höfuðið á þér? Hefndin er sæt sjáðu til.

Bragi

Héðinn said...

Held froskarnir seu tveir strakar. Tad er ad segja, ofuguggar, eins og flestur karlpeningur i kringum tig, Matta min. Og svo hefdi eg frekar kosid ad tu hefdir splaest i flugmida en ekki froska. En tvi verdur ekki breytt. Til hamingju. Kysstu ta vel og raekilega. Detta engin god nofn i hug, aetla ad sofa a tvi... Kiss H

Anonymous said...

Stella & Skrimmi eða Salomon