Tuesday, May 23, 2006

Ásdís

Í dag eru tuttuguogníu ár síðan Ásdís mín fæddist. Húrra. Við kynntumst á síðustu öld og höfum brallað mikið saman. Húrra. Allt frá því að gera gamlan kjallara íþróttahússins í Hveragerði að félagsmiðstöð, og í það að klæða okkur upp sem tómata og leggja könnun fyrir saklausa ferðalanga sem áttu leið um blómabæinn! Húrra. Í dag á Ásdís heima í Frakklandi og skokkar þar um með baguette í holhöndinni (eins og Héðinn myndi segja). Húrra. Ég sakna hennar. (Ekkert húrra hér). Á miðað við kærastann sinn er Ásdís eldri en ryk. Hehehe.
Til lukku með daginn yndið mitt

3 comments:

Gulli said...

Til hamngju með Ásdísi!

Héðinn said...

Hvernig finnst ykkur Ásdís?

Anonymous said...

phahahahahahah

sakna ásdísar!!!!

til hamingju sæta!!!!!

-hlé