Monday, May 29, 2006

Hrebbs


Hrabban mín og fjölskylda eru á landinu og því er ástæða fyrir stóra og smáa að gleðjast. Þessi gullmoli fer fljótlega af landi brott til að berjast fyrir íslands hönd í boltanum og er ég sannfærð um að hún rúllar þessu upp!!!
Eins og oftast þegar Hrabbið okkar kemur á klakann, hittumst við vinkonurnar til að spjalla og troða í okkur. Ég veit að ég tala fyrir okkur allar; Joð mína, Moniku og Steffí þegar ég segi: Kooomið heim til Íslands í sumarfríinu (segist með eins rödd og í Karíusi og Baktusi (ekki gera eins og mamma þín segir, Jens)!!!)

Takk fyrir kvöldið yndin mín

-Linkur á Monsuna sem er einn besti bloggari landsins..tékkið bara

3 comments:

Monika said...

Takk fyrir sömuleiðis Matta mín. Þvílíkur gestgjafi ! Ummm...

Það er engin smá pressa sett á mann hérna, he he :) -en það kemst enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana.

Ég bíð spennt eftir næstu færslu úr þínu viðburðaríka lífi. Það er mikið hægt að læra af æðruleysi þínu og umhyggjusemi, -svo ekki sé minnst á húmorinn!

Anonymous said...

Monsan?

Er það ekki hjólið mitt?

Anonymous said...

Ertu ekki með sama símanúmerið???Hvenær ertu laus?? Ég vil endilega hitta á þig sem allra fyrst :)

eivor